KVENNABLAÐIÐ

Svik og svindl í Tælandi

Bresk heimildarmynd um ógöngur breskra ferðamanna á ferðalögum sínum um Tæland hefur vakið mikil viðbrögð enda þykir þar kastljósinu beint að risastóru vandamáli í landinu: Eilífu svindli á ferðamönnum.

Walking Street í Pattaya er mekka vændis í þeirri borg og tugþúsundir erlendra gesta hanga hér öllum stundum. Mynd P.K. Hangon

Walking Street í Pattaya er mekka vændis í þeirri borg og tugþúsundir erlendra gesta hanga hér öllum stundum. Mynd P.K. Hangon

Sé mið tekið af því að rúmlega 20 prósent tekna Tælands um margra ára hríð er af ferðaþjónustu hefur farið undarlega hljótt um þá staðreynd að fimm af hverjum tíu sem landið sækja heim verða fórnarlömb einhvers konar svindls í ferðinni af hálfu heimamanna. Fáránlega hátt hlutfall miðað við önnur vinsæl ferðamannalönd, hvort sem er í Asíu eða annars staðar.

Umrædd heimildarmynd, Big Trouble in Thailand, varpar ljósi á marga þætti slíkra svikamylla bæði í höfuðborginni Bangkok en ekki síður á stöðum eins og Pattaya og Phuket.

Auglýsing

Svindl hefur reyndar lengi viðgengist í landinu burtséð frá ferðafólki og nægir kannski að minna á að fleiri en einn forsætisráðherra landsins gegnum tíðina er dæmdur svindlari.

Það sem fer fyrir brjóst ferðamálayfirvalda er sú staðreynt að sú ímynd sem haldið hefur verið að fólki um langa hríð; af brosandi andlitum Tælendinga og vilja þeirra til að gera vel við ferðamenn á sér litla stoð í raunveruleikanum lengur. Ekki vantar almennan vilja til aðstoðar en slík aðstoð kostar ferðamenn alltaf peninga, annaðhvort beint eða óbeint.

Hér að neðan má sjá umrædda heimildarmynd í heild sinni en hún gefur æði góða mynd af stöðu mála. Mælum sannarlega með að allir sem eru á leið til Tælands leggist aftur og taki inn allt klabbið. Það gæti sparað skilding og vitleysisgang þegar á staðinn er komið.

Fyrir þá sem eru á leiðinni til Tælands og vilja kynna sér málið í þaula er óhætt að mæla með þessum vefnum Bangkokscams.com. Hún er rekin af Bretum sem búsettir eru í Tælandi og gjörþekkja allar helstu leiðir sem heimamenn nota til að klekkja á túristum.

Helstu kvartanir sem nefndar eru til sögunnar:

♦  Barstúlkur og þjónar byrla einmana gestum lyfjum, fylgja þeim heim og ræna þá blinda.

♦  Bílstjórar farartækja eru undantekningarlaust á mála hjá ákveðnum verslunum og fara þangað með ferðamenn hvort sem þeim líkar betur eða verr.

♦  Heimamenn fá betri kjör í verslunum og veitingastöðum en ferðafólk.

Auglýsing

♦  Kröfur um hjónaband verða snemma háværar séu karlmenn að þvælast með sömu stúlkunni um tíma. Meirihluti þeirra eru aðeins á höttum eftir peningum viðkomandi.

♦  Lögreglan víðast hvar er annaðhvort á mála hjá svindlurum eða sýna ferðamönnum lítilsvirðingu.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!