KVENNABLAÐIÐ

„Fólk trúir því ekki að þær séu tvíburar“

Foreldrar tvíburastúlkna sem ekki hafa sama húðlit segjast eiga fjölskyldu sem „er ólýsanleg.“ Kalani og Jarani frá Illinoisríki í Bandaríkjunum eru níu mánaða gamlar. Þær eru fæddar með einungis fimm mínútna millibili en önnur er með ljósa húð og blá augu – hin með dekkri húð og brún augu. Þátturinn Good Morning America hefur kallað systurnar „kraftaverkabörn“ því þær eru vissulega systur en afar ólíkar. Þær eru tvíeggja. Móðir þeirra, Whitney segir: „Ég klæði þær alltaf eins því annars heldur fólk ekki að þær séu tvíburar.“

Auglýsing
Whitney og Dean

Dean bætir við: „Kalani er líkari móður sinni og Jarandi er meira eins og ég – róleg.“ Læknirinn Angela Bianco sagði í þættinum að tvíburar beri mismunandi húðlit sé ekki útilokað þó það sé óalgengt: „Þetta er óalgengt að hafa tvíbura sem eru svo ólíkir en það getur gerst þegar tveir kynþættir blandast saman. Þetta er allt tilviljun.“

Fjölskyldumynd
Stundum erfir annar tvíburinn meira DNA frá öðru foreldrinu og það getur þýtt mismunandi húðlit eða augnlit og getur orsakað afar mismunandi líkamleg einkenni.
Auglýsing
(Photo: abc)

Whitney hélt fyrst að Kalani væri albínói (án litafruma) en læknarnir neituðu því. Hún hélt að hún myndi dekkjast með tímanum en svo var ekki: „Í þessari fjölskyldu horfum við ekki á litinn. Ást er ást.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!