KVENNABLAÐIÐ

Eignuðust tvenna tvíbura á innan við tveimur árum: „Við þurfum stærri bíl!“

Ungt par var furðu lostið þegar sagt var við þau að þau ættu fyrst von á tvíburum. Ímyndið ykkur undrunina þegar þau áttu von á öðrum…á innan við tveimur árum!

Auglýsing

Shauna Copple (20) og Josh Fell (22) frá Manchester, Englandi, voru í skýjunum þegar tvíeggja tvíburarnir Amelia-Rose og Maison fæddust. Þau grunaði ekki að 21 mánuði seinna væru þau orðin sex manna fjölskylda!

Í nóvember árið 2018 sá Shauna að hún væri orðin ólétt að nýju. Þau voru glöð, en bjuggust bara við einu barni í þetta skipti. Þau misstu hreinlega andlitið þegar þeim var sagt að aftur væru tvíburar á leiðinni.

Auglýsing

a tve

Í síðustu viku eignaðist Shauna svo tvær tvíeggja stúlkur, Isla og Darcie. Þau eru nú öll sex heima og eru eldri tvíburarnir himinlifandi. Shauna segir að það sé rétt pláss í fjögurra herbergja húsi móður hennar en þau hafa áhyggjur að finna nægilega stóran bíl! „Bíllinn er það sem við höfum mestar áhyggjur af. Ég á fjögurra manna bíl sem er algerlega ónothæfur og Josh á fimm sæta. Við þurfum að spara og kaupa okkur sjö manna bíl svo við getum öll ferðast saman.“

tve3

Parið hefur verið saman í fimm ár og segja þau að enginn í fjölskyldum þeirra hafi eignast tvíbura áður: „Það eru hreinlega engir tvíburar í fjölskyldunum þannig allir voru steinhissa í fyrra skiptið. Svo varð ég ólétt aftur og í fyrstu skoðun var okkur sagt að við myndum eignast tvíbura aftur – það var enn stærra sjokk.“

Josh vinnur í byggingavinnu og segir að þau séu nú að spara til að kaupa sér sjö manna bíl.

tve2

Samkvæmt NHS, bresku heilsugæslunni, fæðast um 12.000 tvíburar á ári hverju í Bretlandi. Það eru 112 á móti einum að tvíburarnir séu tvíeggja. Kona sem hefur eignast tvíeggja tvíbura er fjórum sinnum líklegri til að eignast aðra á móti konu sem hefur það ekki.

Þannig líkurnar á að eignast tvisvar tvíeggja tvíbura eru 3200 á móti einum.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!