KVENNABLAÐIÐ

Kourtney Kardashian ólétt! Fjórða barnið á leiðinni

Kourtney Kardashian og Scott Disick eiga nú von á fjórða barninu saman, en þau hafa endurnýjað samband sitt nýverið eins og Sykur greindi frá. „Kortney er á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar,“ segir ónefndur heimildarmaður við RadarOnline og segir að elsta Kardashian systirin sé komin svo stutt á leið að hún hafi einungis sagt sínum nánustu frá. Kourtney er 37 ára og Scott 33. Þau eiga börnin Mason, 7, Penelope, 4, og Reign sem er eins árs.

Auglýsing

Þau hafa gengið í gegnum margt saman, Scott hélt framhjá henni árið 2015 og fór í meðferð í kjölfarið. Eftir að hafa eytt rómantískum tíma saman í hinum ýmsu ríkjum Bandaríkjanna, s.s. Nantucket, Miami og Aspen hefur þeim þó tekist að endurvekja ástina.

Scott varð afar afbrýðisamur þegar Kourtney fór að hitta unga fyrirsætu, Younes Bendjima. Hefur hann því reynt allt til að fá hana aftur og baðað hana í blómum og gjöfum. Einnig hefur hann samið ljóð fyrir hana.

Samkvæmt nýjustu fregnum fór hann þó með Kim til Dubai og „týndist“ – fannst svo eftir 10 tíma og sagðist hafa sofið yfir sig.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!