KVENNABLAÐIÐ

Kourtney Kardashian og Scott Disick eru byrjuð aftur saman

Hin 37 ára raunveruleikastjarna úr Keeping Up With the Kardashians hefur nú endurnýjað samband sitt við Scott Disnick (33 ára) barnsföður sinn og vonast þau eftir að sambandið gangi í þetta sinn. Þau hættu saman í fyrra eftir að hafa verið saman í níu ár en þau eiga saman synina Reign sem er að verða tveggja, Mason sem er sex ára og dótturinna Penelope sem er fjögurra ára.

Scott hefur virkilega tekið á því á djamminu undanfarið sem orsakaði ólgu milli hans og Kourtneyar: „Hann hefur mildast heilmikið og er hættur að djamma,“ segir ónafngreindur heimildarmaður við E! sjónvarpsstöðina. Þau vilja ná saman á ný vegna barnanna.

Scott hefur játað að hafa sett sér það markmið að ná aftur ástum sjónvarpsstjörnunnar og er hann nýfluttur inn í höllina þar sem hann bjó áður en sambandið sprakk. Kourtney fannst mikið til þess koma og sér hversu mikið hann hefur lagt á sig til að vera með henni og börnunum. Hún vildi þó ekki fara aftur í samband fyrr en hún vissi að hann væri 100% í því sem hann segðist vera: „Hún vill ekki segja að þau séu aftur byrjuð saman en það er gott svo langt sem það nær. Scott hefur verið afar nærgætinn við hana og hún er mjög hamingjusöm,“ segir heimildarmaðurinn.

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!