KVENNABLAÐIÐ

Flug Finnair 666 föstudaginn 13. til HEL

Finnar eru ekki hjátrúarfullir, svo mikið er hægt að segja. Flug Finnair AY666 fór frá Kaupmannahöfn til Helsinki í dag, föstudaginn 13. Flugvöllurinn í Helsinki er einmitt merkt HEL í flugmáli. Finnair hefur flogið þetta sama flug í mörg ár en vekur alltaf sérstaka athygli þegar það flýgur föstudaginn 13, síðast var það í maí árið 2016 og gekk flugið vel, aðeins þriggja mínútna seinkun: „Þetta hefur verið grín meðal flugmanna. Ég er ekki hjátrúarfullur maður, þetta er bara tilviljun fyrir mér,“ segir flugmaðurinn Juha-Pekka Keidasto. „Ef einhver farþeganna er hræddur við 666 mun starfsliðið glatt hjálpa honum,“ bætir hann við.
Hexakosioihexekontahexaphobia er enska heitið yfir hræðslu við tölurnar 666 á meðan Paraskevidekatriaphobia er fælni við föstudaginn 13. (Tekið úr grísku, paraskeví þýðir föstudagur og dekatría þýðir þrettán).
finna2
Flug AY666 frá Kaupmannahöfn fór af stað kl 12:15 að staðartíma í dag og lenti farsællega í Helsinki kl. 13:31.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!