KVENNABLAÐIÐ

James Corden greinir frá dónalegustu stjörnu sem hann hefur hitt

Spjallþáttastjórnandinn James Corden er enginn meðalmaður þegar kemur að samskiptum við stjörnurnar, enda rúnta þær með honum í bílnum hans og hann fær þær til að gera furðulegustu hluti. Samkvæmt James er þó ein stjarna sem er meiri díva en aðrar og það er leikarinn Pierce Brosnan. Hann lýsti leikaranum sem „smá f******dónalegum“ eftir að hann ýtti við honum á tónleikum með U2 og þóttist ekki þekkja hann.

Auglýsing
Pierce Brosnan
Pierce Brosnan

Viðurkenndi James þetta í þættinum sínum þar sem lék leik með Khloé Kardashian og átti hann að svara spurningu eða drekka eitthvert ógeð: „Ég fór á tónleika með konunni minni og vini mínum. Pierce var þar með vini sínum og þeir fóru eftir einhvern tíma. Við ákváðum að geyma sætin fyrir þá. Þegar þeir höfðu verið farnir í dágóða stund fóru þau á staðinn þar sem þeir höfðu verið. Þeir komu til baka og ég hef aldrei upplifað annað eins, hann gaf mér þvílíkt olnbogaskot og ýtti mér burtu, hann leit ekki einu sinni á mig.“

Khloé spurði þá: „Kannski var hann fullur?“ og svaraði James þá: „Kannski hann sé bara smá f**** dónalegur.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!