KVENNABLAÐIÐ

Hvor máltíðin inniheldur fleiri hitaeiningar? Veistu svarið?

Þegar þú sérð þessar tvær myndir virðist augljóst hvor máltíðin er heilsusamleg og hvor er drasl. En getur þú giskað á hversu margar kaloríur eru í hvorri máltíð fyrir sig? Þrátt fyrir að við teljum um leið að heilsusamlegri máltíðin innihaldi færri kaloríur er það ekki rétt: Báðar máltíðirnar innihalda nákvæmlega jafn margar kaloríur: 2031 sem er u.þ.b. dagleg orka sem kona þarf á að halda.

Máltíð 1
Máltíð 1

Næringarfræðingurinn Nichola Whitehead útbjó þennan samanburð fyrir Gocompare.com, til að sýna að ekki voru allar hitaeiningar skapaðar jafnar: „Á meðan hitaeiningar eru mikilvægar til að missa kíló, viðhalda eða auka þyngd eru þær ekki það eina sem við eigum að einbeita okkur að þegar kemur að þyngdarstjórnun,“ segir Nichola. „Við þurfum að einblína á hvernig hitaeiningar við innbyrðum, gæði þeirra.“

Auglýsing
Máltíð 2
Máltíð 2

Hollari máltíðin inniheldur sykurlausa drykki í formi vatns, græns tes og ráðlögðum dagskammti steinefna, fitu og kolvetna. Þessi máltíð er innan marka hvað varðar mettaða fitu og sykra. Salt er einnig í lágmarki þar sem máltíðin er búin til frá grunni og trefjainnihaldið er hátt, þökk sé ferskum innihaldsefnum.

Máltíð 1 - næringarinnihald
Máltíð 1 – næringarinnihald

Skyndimáltíðin er á annað borð snauð af ávöxtum, grænmeti og trefjum – sem þýðir einfaldlega að lítið er af vítamínum, steinefnum og andoxunarefnum. Kolvetnin sem um ræði reru einföld – þau gefa skjótfengna orku sem varir stutt og heldur ekki hungurpúkanum ánægðum. Þrátt fyrir að máltíð tvö innihaldi nægileg kolvetni, prótein og fitu er hún hát í mettaðri fitu sem er ekki gott fyrir hjartað, eins og við vitum. Einnig er hún afar há í sykri.

Máltíð 2, næringarinnihald
Máltíð 2, næringarinnihald

„Hollt mataræði er mataræði í jafnvægi og inniheldur fæðutegundir úr öllum fimm hópum,“ segir Nichola. „Það þýðir að þú þarft að neyta grænmetis og ávaxta fyrir næringarnefni, heilhveitiafurðir fyrir trefjar og orku, prótein fyrir vöxt og aðlögun, mjólkurvörur fyrir kalkið og hollar fitur fyrir ýmislegt s.s. heilann og hjartað.“

Auglýsing

Þrátt fyrir að þessar tvær máltíðir innihaldi sama hitaeiningafjölda mun annar láta þig fá orku og veita líkamanum það sem hann þarft til að haldast heilbrigður og sterkur til lengri tíma.

Heimild: DailyMail 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!