KVENNABLAÐIÐ

Tveggja barna móður var rænt en slapp á ótrúlegan hátt frá mannræningjunum

Óhugnanlegt mannránsmál hefur skekið Kaliforníuríki í Bandaríkjunum en fyrir tveimur mánuðum fannst Sherri Papini á furðulegan hátt á hraðbraut eftir að hafa verið horfin í þrjár vikur. Fjölmiðlar kalla hana „supermom“ (e. súpermamma) en nú hefur hún í fyrsta sinn verið mynduð eftir að hafa komist aftur heim.

Sherri var úti að skokka þegar henni var rænt þann 2. nóvember 2016 en hún er 34 ára gömul. Segir hún að henni hafi verið haldið fanginni af tveimur spænskættuðum konum og hún hafi verið barin, bundin með keðjum og svelt.

Auglýsing

Í vikunni náðust myndir af henni þar sem hún var komin á stjá ásamt eiginmanni sínum Keith og tveimur börnum – Tyler fjögurra ára og Violet, tveggja ára. Var hún skelin af sjálfri sér og hefur greinilega gengið í gegnum margt. Mannræningjarnir klipptu sítt, ljóst hár hennar og var hún nær óþekkjanleg frá því áður.

Saksóknari segir að mál hennar sé í algerum forgangi en enn hafa þó engar handtökur farið fram. Sherri segir að mannræningarnir hafi ýtt henni út úr bíl með poka yfir höfði hennar og keðju um sig miðja. Bílstjóri sem átti leið hjá sá hana og hringdi í neyðarlínuna.

Auglýsing

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!