KVENNABLAÐIÐ

Paris Jackson sést í sínu fyrsta „fullorðinspartýi“ eftir Golden Globes

Dóttir poppgoðsins sáluga, Michael Jackson, fór í fyrsta sinn á rauða dregilinn eftir Golden Globes verðlaunahátíðina sem fram fór síðastliðinn sunnidag. Hún er nú 18 ára gömul og leit afskaplega vel út með ljósa lokka og í blómakjól frá Tadashi Shoji.

Opnaði hún sig á dögunum vegna eineltis sem hún segist verða fyrir daglega á samfélagsmiðlum.

pa-jack2

„Þegar ég var 14 ára fékk ég svo ógeðsleg skilaboð að ég reyndi sjálfsvíg. Ég tók mér hlé frá samfélagsmiðlum í tvö ár þegar fólk bað mig að koma aftur þannig ég opnaði Instagram. Ég gerði það og ekkert breyttist. Ég hef reynt að standa með sjálfri mér, blokka hatarana, ekki lesa skilaboðin. Ég hef reynt, reynst svo margt. Það er bara erfitt þegar þetta er svona mikið.“

Paris heldur áfram: „Ég skil ekki af hverju ég er svona auðvelt skotmark. Ég reyni að vera almennileg við alla sem ég hitti. Ég gef öllum tækifæri. Ég reyni að vera opin með það sem ég geri dags daglega og deili lífinu með ykkur. Ég er ekki í felum. Svo mér þykir það leitt ef það eru hlutir sem ykkur líkar ekki. Kannski er ég of opin? Ég veit það ekki. Ég er bara þreytt á þessu. Bara mjög, mjög þreytt.“

Paris er næstelst barna MJ – Michael Jr. er 19 ára og Blanket er 14 ára. Móðir þeirra Debbie Rowe berst nú við krabbamein og deildi Paris hughreystandi skilaboðum á Instagram til að hrósa henni þegar lyfjameðferð var lokið:

„My badass mom, kickin butt n takin names,“ „Ain’t she f–kin fabulous????“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!