KVENNABLAÐIÐ

Kendall Jenner tjáir sig um kvíða

Fyrirsætan Kendall Jenner gerir upp árið 2016: Eftir afar stormasamt ár fjölskyldunnar hefur Kendall tjáð sig um það sem stóð uppúr á árinu. Kendall sem er 21 árs deildi á appinu sínu ýmsu með aðdáendum sínum. Hún segir að það sem hafi staðið upp úr hafi verið að verða 21 árs, kaupa sitt eigið hús, ferðast um heiminn og verið á toppnum í fyrirsætubransanum. Aftur á móti hafi kvíðinn tekið sinn toll á árinu: „Kvíðinn var stór hindrun fyrir mig á síðasta ári og ekkert hjálpaði þrátt fyrir aukna öryggisgæslu. Ég held ég sé samt að ná að eiga við hann núna,“ segir hún.

Eftir að hafa fylgst með stóru systur, Kim Kardashian sem var rænd í októbermánuði segir hún að öryggisatriðin hafi verið afar mikilvæg. Kim opnaði sig um ránið í fyrsta skipti í síðstu viku og var án öryggisgæslu þegar ránið átti sér stað meðan tískuvikunni í París stóð. Kendall virðist þó gera sér grein fyrir aðstæðum og við vonum að hún höndli þetta vel og af fagmennsku.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!