KVENNABLAÐIÐ

Miley Cyrus er gift!

Söngkonan Miley Cyrus og leikarinn Liam Hemsworth giftu sig um hátíðarnar og héldu veilsu á heimili sínu í Malibu. Var brúðkaupið afar fallegt og „hippalegt“ að sögn Life & Style. Var ákvörðunin tekin með stuttum fyrirvara og voru einungis 10 nánustu vinir og ættingjar viðstaddir: „Liam og Miley elska hvort annað af öllu hjarta og hafa talað lengi um að ganga í hjónaband. Þau ákváðu svo að slá til,“ segir nafnlaus heimildarmaður í viðtali við blaðið.

Auglýsing

Parið kynntist árið 2009 og hættu svo saman árið 2013. Síðastliðinn vetur náðu þau aftur saman og nú virðist allt vera að ganga upp. Skrifuðu þau brúðkaupsheitin sjálf og voru þau falleg orð um hvernig þau væru sálufélagar hvors annars. Miley grét af gleði í athöfninni og var síðan hörkugott partý á eftir. Borið var fram rauðvín og áfengi, pizza, hummus og grænmeti og gat fólk reykt það sem það vildi: „Ekta Miley og Liam partý nema hvað þau játuðust hvort öðru.“ Miley er 24 ára og Liam 26 ára. Miley hefur sagt: „Þú verður ástfanginn af þeim sem þú verður ástfanginn af. Þú ræður þessu ekki.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!