KVENNABLAÐIÐ

Hvernig á ná ofnskúffunum tandurhreinum!

Er ofninn og ofnskúffurnar skítugar eftir hátíðarhöld? Þú þarft ekki að örvænta því við bjóðum upp á frábært ráð til að þrífa ofnskúffurnar. Þú þarft bara að kunna þetta eina ráð því þær munu líta út fyrir að vera glænýjar eftir að þú hefur meðhöndlað þær með þessari aðferð (athugið að einnig má nota sömu aðferð á gler):

ofn1

Það sem þú þarft:

Uppþvottasápu

Matarsóda

Vatn

Álpappír

Gamlan tannbursta

Oft virðast blettirnir hálf-bakaðir á t.d. glerið og það er erfitt að fjarlægja þá. Það sem þú þarft að gera er:

Dýfa tannburstanum í uppþvottasápuna, svo í matarsódann. Notaðu hringlaga hreyfingar og búðu til „krem“ til að nudda á alla blettina. Ef um stærri fleti er að ræða er hægt að nota klút til að bera kremið á. Láttu bíða í 20-30 minútur. Eftir það, krumpaðu saman álpappír og nuddaðu blettina. Þvoðu af með vatni – og þú munt verða hæstánægð/ur með árangurinn!