KVENNABLAÐIÐ

Algengasti dánardagur fólks er í dag

Nýleg rannsókn sýnir að hættulegasti dagur ársins er 1. janúar ár hvert. Þrátt fyrir að margir glími við timburmenn eða reyni að sofa frameftir er samt greinilega eitthvað í loftinu sem gerir það að verkum að um 5% fleiri deyja í dag en aðra daga ársins. Rannsóknin var framkvæmd í háskólanum í Kaliforníu þar sem gögnum var safnað og sést greinilega að dánartíðni eykst mjög í kringum jól og áramót.

Auglýsing

Sýnir rannsóknin að líklegast er að deyja af náttúrulegum orsökum þennan dag en skoðuð voru gögn um dánartölur síðustu 25 ára, þar með talin sjálfsskaði, slys og morð. Náttúrulegar orsakir teljast elli, veikindi og sjúkdómar. Rannsakandinn David Phillips segir í viðtali við Washington Post: „Þetta er mynstur sem á sér stað vegna náttúrulegra orsaka en ekki hluta eins og slysa eða þess háttar. Erfitt er að segja af hverju það er. Þetta er dularfull ráðgáta,“ segir hann en ekki hafa fleiri rannsóknir verið framkvæmdar á þessu eftir því sem hann best veit.

Kannski er boðskapurinn þessi: Ef þér líður ekki vel á nýársdag, farðu á spítalann, bara til að vera viss!

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!