KVENNABLAÐIÐ

Þriggja ára stúlka lést eftir að poppbaun stóð í henni

Samkvæmt bandarísku barnalæknasamtökunum er köfnun algengasta dánarorsök barna undir þriggja ára aldri. Algengar fæðutegundir á borð við pylsur, vínber og poppkorn hafa valdið dauða fjölda barna. Ýmsar fæðutegundir ætti ekki að gefa börnum fyrr en þau eru orðin fimm ára gömul.

Þriggja ára stúlka lést eftir að hafa innbyrt poppbaun. Foreldrar Mirröndu eru nú í herferð gegn því að börnum séu gefin matvæli sem ekki henta þeirra aldri.

Mirranda og fjölskylda hennar voru í stofunni að fagna afmælisdegi móður hennar. Mirranda var hóstandi því poppbaun stóð í henni. Augu hennar gúlpuðu út og hún gat ekki andað. Foreldrarnir urðu skelfingu lostnir og faðir hennar hóf hjartahnoð. Þrátt fyrir að hjarta hennar hafi hætt að slá í smástund gátu sjúkraliðar komið því aftur í gang. Mirranda lifði af en læknarnir sögðu foreldrunum að hún hefði hlotið óbætanlega heilaskaða af vegna súrefnisskorts. Mirranda var í öndunarvél í langan tíma en nýru hennar gáfust upp og hún lést.

Foreldrar Mirröndu hafa nú hafið herferð til að vekja athygli fólks á því að innbyrði börn ákveðnar fæðutegundir sé ákveðin hætta á köfnun.

Passið ykkur á:

Stórum bitum – hvort sem það eru kjötbitar, ostur, brjóstsykur eða annað.

Fylgist með barninu þegar það borðar (gæti verið furðulegt að benda á það, en ekki leyfa barninu að hlaupa um eða þessháttar meðan það borðar.)

Skerið matinn í litla bita eða stappið hann

Athugið öll leikföng, sum gætu staðið í barninu

Farið á námskeið í fyrsu hjálp. Enginn er óhultur þegar að þessu kemur. 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!