KVENNABLAÐIÐ

Þetta er flottasta svíta í heimi: Nóttin á 2,5 milljónir

Óskir þú næturgistingar þar sem þú hefur bryta á vakt 24 tíma sólarhringsins og skothelt gler í gluggum gætir þú leigt þér Katara svítuna í Excelsior Hotel Gallia í Mílanó á Ítalíu. Svítan hefur nú verið kosin annað árið í röð flottasta svíta í heimi. Hún er ekki af verri endanum og inniheldur sína eigin lyftu, ráðstefnuherbergi og fjögur svefnherbergi með sitt eigið litaþema sem hvert er öðru flottara. Nóttin kostar um 2,5 milljónis ísk nóttin en hlýtur að vera þess virði!

Hótelið er rétt hjá aðallestarstöðinni
Hótelið er rétt hjá aðallestarstöðinni

Gestirnir eru talsvert öruggir á þessum stað þar sem skothelt gler er í gluggum og öryggisgæsla allan sólarhringinn. Efnin sem notuð eru í svítunni eru aðeins fyrsta flokks – gull, marmari og leður. Allar ljósakrónur eru úr sérstöku feneysku murano gleri. Svítan býður upp á að allt að 10 manns geti gist þar í einu.

Auglýsing
Litaþemu eru í herbergjunum
Litaþemu eru í herbergjunum

Að sjálfsögðu er heilsulind í svítunni með nuddpotti, einbaði, gufubaði og fleiru til að gestirnir geti slakað almennilega á. Margar svalir eru þar sem hægt er að njóta lífsins með garðhúsgögnum eftir flotta hönnuði. Hótelið var opnað fyrst árið 1932 en var nýlega endurnýjað og var yfirhalningin í höndum ítalska hönnuðarins Marco Piva. Er hótelið staðsett steinsnar frá aðallestarstöðinni í Mílanó – á besta stað. Önnur herbergi eru þó á allt öðru verði og kannski viðráðanlegu: Þau kosta um 31.000 nóttin.

ho4

 

ho5

 

ho6

 

ho7

Auglýsing

ho8

 

ho9

 

ho10

 

ho11

 

ho12

 

ho13

ho14

 

ho15

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!