KVENNABLAÐIÐ

Einmana amma leitar að „barnabarni“

Í Kína eru helstu áhyggjuefni eldra fólks þunglyndi og verða einmana þar sem því fjölgar ár frá ári og það á fá börn og barnabörn. Þessi málefni komust í hámæli í Kína þegar 63 ára kona bauðst til að borga stúlku fyrir félagsskap með nýjum iPhone 7 og að bjóða henni í ferðalag. „Ég bý ein í Zhengzhou… Ég óska eftir góðhjartaðri stúlku milli 19 og 24 ára til að fara út með mér, spjalla og taka myndir,“ skrifar Li Yangling á WeChat sem er svipað og Facebook þeirra Kínverja. „Ég vil sjá Sanya í vetur en ég er hrædd við að ferðast ein. Tók hún svo fram að manneskjan myndi ekki þurfa að borga neitt og fengi iPhone7 til afnota og eignar.

lonely-grandmother

 

Fólk deildi færslunni óspart og bauðst til að ferðast með henni án nokkurrar þóknunar: „Ég þarf ekki símann en get komið með þér frænka og borga fyrir mig svo lengi sem þú ert ekki einmana,“ skrifaði einn notandi.

Auglýsing

Li á fjölskyldu en dóttir hennar er flutt til Kanada og vil hún ekki trufla hana.

lonely-grandmother2

 

Að sjálfsögðu er hægt að ferðast í hóp en það er ekki upplifunin sem Li er að leita eftir. Hún vill bara eignast vinkonu, eins og barnabarn: „Ég er hrædd við að verða einmana,“ viðurkennir hún. Sem betur fer er nú fullt af fólki sem hefur boðist til að ferðast með henni.

lonely-grandmother3

Heimild: Shanghaiist

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!