KVENNABLAÐIÐ

Fyrirfór sér fyrir framan fjölskylduna eftir alvarlegt neteinelti

Brandy Vela var 18 ára gömul og bjó í Houston í Texas. Á þriðjudag sendi hún fjölskyldunni tölvupóst þar sem í stóð að hún ætlaði að fremja sjálfsvíg. Fjöslkyldan flýtti sér heim og fann hana í herberginu sínu þar sem hún miðaði byssu að brjóstinu. Faðir hennar, Raul Vela reyndi að tala við hana og fá hana til að afhenda sér byssuna en hún neitaði, bað hann bara að „snúa sér við.” Faðir hennar sagði í viðtali við KHOU-TV: „Ég var næstum viss um ég gæti náð að tala hana af þessu, að afhenda mér byssuna. Það tókst ekki og hún hleypti af.”

brandy2

Þegar lögreglan kom á svæðið var Brandy með skotsár á brjóstinu. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin.

Fjölskylda Brandy segir að hún hafi þurft að þola hræðilegt neteinelti í meira en ár. Ógeðfelld skilaboð voru send til hennar í símann, einhver stofnaði falskan prófíl í hennar nafni á Facebook með myndunum hennar, símanúmeri og þeim skilaboðum að karlmenn mættu hafa samband við hana ef þeir hefðu áhuga á kynlífi með henni.

Auglýsing

Brandy lét skólann vita af eineltinu í vikunni áður en hún lést. Var málið rannsakað og sást að appið sem notað var til að senda skilaboð var órekjanlegt – þ.e. ekki var hægt að finna sendandann. Skólayfirvöld hvöttu hana til að skipta um símanúmer. Brandy lét þau ekki vita af Facebookprófílnum né öðru, bara sms skilaboðunum.

Nú er hafin lögreglurannsókn á því hver eða hverjir það voru sem lögðu hana í einelti og verður málið rannsakað sem sakamál. Faðir hennar, Raul, sagði að hann hefði látið lögreglu vita á sínum tíma að dóttir hans væri lögð í neteinelti: „Það var enginn tilbúinn að hjálpa, hjálpin kom aldrei. Ég vil fá réttlæti fyrir dóttur mína. Ég vil sjá þetta fólk bak við lás og slá. Ég vona að þau fái það sem þau eiga skilið, við áttum þetta ekki skilið.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!