KVENNABLAÐIÐ

Pink gat ekki haldið augunum opnum í fyrsta tónlistarmyndbandinu sínu því hún var í vímu

Að minnsta kosti í einu myndbandi var tónlistarkonan Alicia Moore aðeins meira græn en bleik. Pink (40) horfði á gömul tónlistarmyndbönd í nýlegu viðtali við Billboard og upplýsti um ýmis leyndarmál varðandi upptökunar. Fyrsta lag hennar, „There You Go,“ sagðist hún hafa verið 19 ára: „Ég reykti svo mikið gras þarna og Dave Meyers, leikstjórinn, var alltaf að koma að mér og segja: „Geturðu sleppt því að reykja þessa næstu jóni áður en við tökum upp?“

Auglýsing

„Ég var bara (með lokuð augun) „Hvað meinarðu?“ og hann bara „ég væri til í að þú gætir opnað augun.“ Ég bara (enn með augun lokuð) „Augun eru opin.“

Auglýsing

Pink hefur áður sagt um þetta myndband að hún hafi verið „fallegust, eins falleg og ég var og varð,“ en sagði að það hefðu verið vandkvæði við að aka mótorhjólunum: „Ég klessti næstum því á 85 sinnum.“