KVENNABLAÐIÐ

Sjaldgæfasta kattartegund í heimi kostar um 2,7 milljónir króna stykkið

Þessi er ekkert líkur venjulegum heimilisketti: Tegundin kallast Caracat og er blanda af villtum Caracal (eyðimerkurgaupu) og Abyssiníuketti og er nú sjaldgæfasta og dýrasta kattartegund í heimi. Einungis um 30 stykki eru til og til að eignast einn slíkan þarft þú að eiga tæpar þrjár milljónir.

Villtar eyðimerkurgaupur hafa löngum verið þekktar fyrir framandi fegurð og glæsileika. Í Egyptalandi til forna voru kettirnir oft settir við hlið faróanna, smurðir og varðveittir með þeim. Í Kína gáfu keisarar kettina til eðalborinna gesta. Í dag eru kattaaðdáendur heillaðir af þeim og sumir selja þá sem gæludýr þrátt fyrir að ekki sé endilega mælt með því. Kettirnir geta verið árásargjarnir þrátt fyrir að hafa búið með mönnum í margar kynslóðir. Það er ástæðan fyrir að Caracat var skapaður árið 2007.

Auglýsing

Caracat (sem kannski gæti útlagst sem Caraköttur á íslensku!) verður um 50 cm hár og getur vegið allt að 15 kílóum. Fyrsta kynslóð kattanna var með typpt, svört eyru og langar klær eins og eyðimerkurgaupan. Þeir mjálmuðu ekki, skræktu frekar eða ískruði. Í næstu kynslóð bar minna á þessum eiginleikum og hafa sumir eigendur brugðið á það ráð að klippa klærnar af þeim sem sumir ræktendur eru alls ekki sammála.

caracats-breed

 

Þessi nýja tegund er afskaplega sjaldgæf eins og áður sagði og umdeild líka. Að blanda saman tegundum á borð við eyðimerkurgaupu og abyssiníukött er heilmikið mál – gaupan vegur þrisvar sinnum meira en abyssiníukötturinn. Munur á meðgöngutíma þessara katta er svo mikill að afar margir kettlingar drepast. Ræktendur eru því að leggja heilmikið á móðurina sem kannski fæðir eitt eða tvö afskaplega stór afkvæmi og getur það ekki verið gott.

Auglýsing

caracats-breed2

 

Að búa til nýja tegund í sjálfu sér er ekki hættulaust. Genetísk vandamál á borð við meltingarvanda, vanda við hægðalosun, bólusetningu (sem ekki myndi hafa áhrif á heimiliskött) og hættu við leik (dýrin geta bitið mjög fast) eða sú tilhneiging til að vilja merkja mikið getur verið vandamál.

caracal

Villt eyðimerkurgaupa

Þessi vandamál virðast þó ekki hafa áhrif á vinsældir Caracat. Stykkið af þessum sjaldgæfu köttum fer eins og áður sagði á tæpar 2,7 milljónir króna. Í meðfylgjandi myndbandi er Anastasia Timokhina, eigandi slíks kattar en hún vildi fá einhvern einstakan kött sem væri bæði blíður og gæfur:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!