KVENNABLAÐIÐ

Þetta eru hundarnir sem Íslendingar ELSKA! – SKOÐANAKÖNNUN – Topp 10 listinn

Sara nokkur skellti í afar skemmtilega kosningu í Hundasamfélaginu á Facebook. Þar spurði hún út í hver væri vinsælasta hundategundin hér á landi og óskaði eftir svörum um hvaða tegund eigendurnir eiga. Kosningin skilaði áhugaverðri niðurstöðu og má finna topp 10 listann yfir vinsælustu hundtegundirnar hér fyrir neðan.

Sara varpaði fram spurningum sínum í hið íslenska hundasamfélag. Þar segir hún: „Ég er búin að vera velta fyrir mér hver vinsælasta tegundin á Íslandi er og hvaða tegundir finnast hér. Væri gaman að sjá fjölbreytileikan,“ segir Sara.

Óhætt er að segja að viðbrögðin við könnun Söru voru mjög góð og hafa þegar borist inn þúsundir atkvæða um vinsælasta hundinn hér á landi. Ekki bara það heldur hafa eigendurnir verið að birta myndir undir færslunni af hundunum sínum. Þegar þetta er skrifað voru komnar hátt í 300 slíkar undir þráðinn. Og hvaða hundategund var svo valin sú vinsælasta meðal Íslendinga?

Svona lítur topp 10 listi Íslendinga út yfir uppáhalds hundategundirnar:

  1. Labrador retriever
  2. Border Collie
  3. Miniature schnauzer
  4. Íslenskur fjárhundur
  5. Blendingur
  6. Chihuahua
  7. Cavalier
  8. Golden retriever
  9. Chafer
  10. Franskur bolabítur

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!