KVENNABLAÐIÐ

Kanye West lagður inn á spítala: Öllum tónleikum aflýst

Kanye West hefur verið lagður inn á spítala vegna ofálags. Hefur hann aflýst öllum tónleikum fram að áramótum og hefur furðuleg hegðun hans komið fólki í opna skjöldu. Kim Kardashian West, eiginkona hans, flaug um leið yfir landið en hún var á góðgerðasamkomu í New York. Kom hún um leið og henni var tjáð að málið væri alvarlegt.

Aðdáendur hafa klórað sér í höfðinu vegna hegðunar hegðun rapparans undanfarna daga. Dagur er liðinn síðan Kanye aflýsti öllum tónleikum sem átti að halda árið 2016, þeir síðustu áttu að vera á jóladag. Yfirlýsing frá miðasölunni segir að allir fái miðana sína endurgreidda.

Auglýsing

Á tónleikum sem fram fóru síðasta fimmtudagskvöld í San Jose í Kaliforníu sagði Kanye að hann hefði ekki kosið í síðustu kosningum: „En ef ég hefði gert það hefði ég kosið Donald Trump.“ Einnig sagði hann að hann vildi að svartir Bandaríkjamenn myndu hætta að tala um kynþáttamismunun.

Aðdáendur eru ekki sáttir eins og sjá má þessum tvítum
Aðdáendur eru ekki sáttir eins og sjá má þessum tvítum

Á laugardag lauk rapparinn tónleikum í Sacramento, Kaliforníu eftir að hafa einungis flutt tvö lög og talað heil ósköp um Hillary Clinton, Google, Facebook, Beyonce og Jay Z. Daginn eftir hætti hann við tónleika í Los Angeles.

Auglýsing

Meira að segja Snoop Dogg (sem segist reykja kannabis) skilur ekki „á hverju Kanye eiginlega er.“ Þetta myndband hefur farið út um allt á netinu:

A video posted by snoopdogg (@snoopdogg) on

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!