KVENNABLAÐIÐ

Séð og heyrt úthúðar konum fyrir að nota ekki farða

Slúðurtímaritið íslenska Séð og heyrt er sérlega fjandsamlegt stjörnum sem kjósa að láta sjá sig á almannafæri án farða. Þvílíkt hneyksli að konum detti slíkt í hug! Eins og sjá má á færslu Guðrúnar Magneu Guðnadóttur sem póstaði myndum úr nýjasta tölublaði blaðsins hjá Facebookhópnum Beauty Tips 30+ er um að ræða gildishlaðnar setningar hjá þeim stjörnum sem dirfast að nota ekki farða.

Guðrún Magnea
Guðrún Magnea
Auglýsing

Samkvæmt blaðinu teljast þær ræfilslegar, sjúskaðar, lufsulegar, litlausar og úfnar.

 

Guðrún Magnea er 29 ára félagsráðgjafi sem á eina dóttur og býr með henni í Ölfusi ásamt kærastanum. Aðspurð hvað fór helst fyrir brjóstið á henni varðandi umfjöllun Séð og heyrt sagði hún: „Það sem stuðaði mig mest var að svona greinar séu birtar í íslenskum tímaritum í dag. Ég hélt að við værum lengra komin hvað varðar opinberar umræður, umfjallanir, auglýsingar, greinar og fréttaflutning um útlitsdýrkun kvenna og þá fullkomnu ímynd sem konur eiga að uppfylla. Hvað ummæli þess sem ritar undir myndirnar varðar þá skil ég ekki hvað þeim einstaklingi gekk til, ummælin eru það niðrandi og niðurbrjótandi fyrir hvern þann sem les.“

 

sh

 

sh1

 

sh2

 

sh3

 

sh5

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!