KVENNABLAÐIÐ

14 dætra móðir ætlar ekki að gefast upp á barneignum fyrr en hún eignast strák!

Súpermamman Augustina Higueramay er aðeins 29 ára gömul en hún státar af fögrum stúlknahópi – alls á hún 14 dætur! Samkvæmt líkindareikningi er einn á móti 500.000 að hún geti eignast svo mörg stúlkubörn í röð og gerðist það þegar hún eignaðist tvíbura fyrir tveimur mánuðum síðan.

Augustina hefur þó gefið eiginmanni sínum Jose loforð: Hún ætlar ekki að hætta fyrr en hún hefur eignast son: „Okkur langar báðum mjög, mjög mikið í dreng. Við yrðum svo glöð þannig við erum ekki hætt enn,” segir þessi ótrúlega kona.

Auglýsing

„Við elskum allar stelpurnar en það er dálítíð kynjaójafnvægi í hópnum, Jose er eini karlmaðurinn þannig það væri gaman að eignast dreng. Ég er heppin – ég elska að ganga með börn. Ég hef aldrei lent í neinum vandræðum þannig ég er ekkert stressuð. Ég hef eignast svo margar stelpur að ég veit eiginlega ekki hvað ég ætti að gera við strák! Ég veit bara að ég yrði mjög blessuð að eignast einn. Hann og Jose myndu eiga frábært samband, ég vona ég muni geta gefið honum það. Mér er alveg sama hvað til þarf, ég mun eignast 10 börn í viðbót til að gefa honum hann.”

Þrjú sett af tvíburum!
Þrjú sett af tvíburum!

Þegar Augustina fæddi miðju-tvíburaparið (þau eiga nú þrjú), Hailee og Braelee, fyrir minna en tveimur árum síðan grínuðust læknarnir að líklegra væri að hún myndi vinna í lottóinu en ganga aftur með tvíbura. En hún varð ófrísk af yngstu dætrunum Bellu og Isabellu tveimur vikum síðar.

Augustina sefur bara í tvær klukkustundir á dag á meðan Jose vinnur sjö daga vikunnar til að framfleyta þessari stóru fjölskyldu. Stuttu eftir síðustu fæðingu þvoði hún 42 þvotta á 24 tímum. Hún eldar átta máltíðir á dag og fer með stelpurnar í skólann í litlum strætó. Þrátt fyrir langa og stranga daga vill hún ekki hafa það neitt öðruvísi: „Það getur verið „kaos” að hugsa um 14 stelpur en við viljum hafa þetta svona. Ég vildi alltaf verða mamma. Þegar ég var yngri passaði ég yngri systkini mín. Þrátt fyrir að tvíburar séu í fjölskyldunni bjóst ég aldrei við að eignast sjálf þrjú sett!”

Augustina sem er frá Texas varð ófrísk í fyrsta sinn sem hún stundaði kynlíf með fyrrverandi kærastanum Antonio: „Ég fékk algert áfall, ég var svo ung. En fóstureyðing var aldrei í myndinni – ég er kristin og foreldrarnir beggja megin aðstoðuðu okkur,“ segir hún.

Á eftir fyrstu dótturinni Beliciu komu Nyelli, 13, Liliana, 12 og Vanessa sem er 11 ára. Augustina segist ekki hafa ráðlagt neina meðgöngu: „Alltaf varð ég jafn hissa að verða ólétt! Ég reyndi allar tegundir af getnaðarvörnum en ekkert gekk.” Augustina og Antonio giftust þegar hann var 17 og hún 15 –lög í Texas leyfa hjónaband stúlkna eldri en 14 ára með samþykki foreldra.

Augustina og Jose
Augustina og Jose

Eftir að Vanessa fæddist skildu leiðir þeirra hjóna og þegar hún var fjögurra mánaða hitti Augustine Jose í samkvæmi. Þegar þau höfðu verið saman í eitt ár kom Daniela undir. Svo kom önnur stúlka og nú fyrir sex árum eignuðust þau sína fyrstu tvíbura af þremur! Þær heita Luzelena og Marielena. Svo kom Analilia sem er fjögurra ára og Aravelia sem er tveggja. Þremur mánuðum eftir fæðingu Aravelina fengu hjónin að vita að von væri á öðrum tvíburunum. Eftir fæðingu þeirra varð Augustina aftur ófrísk – og þá kom þriðja parið: „Það er í raun alveg ótrúlegt að ekki hafi komið neinn drengur enn!” segir Augustina hlæjandi.

Auglýsing

Augustina og Jose fá engar bætur frá ríkinu og rekur Jose landslagsarkitektafyrirtæki. Þénar hann um 830.000 á mánuði en hann vinnur sjö daga vikunnar.

Svona er dagleg rútína Augustinu:

01:00

Augustina gefur yngstu tvíburunum að drekka og leggur sig svo

03:30

Yngstu tvíburarnir vakna til að fá að drekka aftur

05:00

Foreldrarnir fara á fætur. Jose fer í vinnuna á meðan Augustina útbýr morgunmat og gefur tvíburunum

06:00

Stelpurnar fara á fætur og fá sér morgunmat og Augustina gerir þær tilbúnar í skólann

07:00

Hún keyrir 9 elstu börnin í fimm mismunandi skóla í „strumpastrætó”

08:15

Augustina kemur heim og gefur tvíburunum að drekka

09:00

Hún þvær nokkrar vélar og þrífur heimilið

10:00

Undirbýr hádegismat fyrir stelpurnar þegar þær koma heim úr skólanum

11:00

Undirbýr hádegismat fyrir hinar stelpurnar, þvær fleiri vélar

11:30

Þrífur meira og þvær meira

12:30

Meiri þvottur og snarl handa stelpunum

13:00

Áttunda – tíunda vélin þvegin og tvíburarnir fá brjóst

14:30

Fer út til að ná í stelpurnar

16:30

Kemur heim og gefur börnunum snarl áður en hún útbýr kvöldmat

17:30

Kvöldmatur

18:00

Jose kemur heim. Augustina fer í búðina að kaupa matvörur

19:00

Stelpurnar fara í bað og í rúmið

21:00

Jose og Augustina fá sér kvöldmat

22:00

yngstu tvíburarnir fá að drekka og Augustine eyðir smá tíma með Jose

Miðnætti

Augustina fer í rúmið

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!