KVENNABLAÐIÐ

Adele var ekki hrifin af móðurhlutverkinu í fyrstu

Söngfuglinn Adele sagði áður að eignast Angelo hafi gefið henni tilfang í lífinu. Angelo er nú fjögurra ára og játar Adele í nýju forsíðuviðtali við Vanity Fair að hún hafi ekki verið spennt fyrir hlutverkinu í fyrstu og hafi þjáðst af fæðingarþunglyndi á meðgöngu og í kjölfar fæðingar: „Ég talaði ekki við neinn um það. Ég var mjög treg…kærastinn minn sagði að ég ætti að tala við aðrar mæður og ég sagði „fuck that“ – ég ætla ekki að hanga með einhverjum helv. mæðrum.“

ad-angel2

Adele fór þó smám saman að dragast að öðrum mæðrum og óléttum konum: „Barnlausu vinir mínir urðu pirraðir á mér. Þeir sem áttu börn dæmdu mig ekki. Einn daginn sagði ég við vinkonu mína, „ég fokking hata þetta,“ og hún fór að gráta og sagði „ég fokking hata þetta líka.“ Og þannig fór það.“

Auglýsing

Adele fór ekki á nein þunglyndislyf en tók þá ákvörðun að horfast í augu við vandann og það hjálpaði mikið. Einnig hjálpaði það henni að gefa sér tíma án barnsins: „Ég ákvað að taka eitt kvöld í viku og gera allan fjandann sem ég vildi án hans. Vinur minn spurði hvort mér liði ekki illa vegna þess. Ég svaraði: „Jú, en mér myndi líða enn verr ef ég myndi ekki gera það.“

Heimild: NYMag

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!