KVENNABLAÐIÐ

Borðaði 20 hitaeiningar á dag og var dauðvona: Ótrúlegur bati unglingsstúlku með átröskun

Var ekki hugað líf vegna lystarstols en hefur nú náð ótrúlegum árangri: Jodie-Leigh Neil veiktist heiftarlega af átröskun eftir að besti vinur hennar lést í hörmulegu slysi árið 2013. Ári seinna greindist hún með lystarstol, kvíða og þunglyndi og árið 2015 var hún flutt á sjúkrahús þar sem hún þurfti að nærast í gegnum slöngu.

an2

 

an1

Auglýsing

Læknar sögðu henni að ef ekkert yfir að gert myndi hún ekki lifa lengi. Jodie sem er 18 ára gömul frá Hampshire í Bretlandi innbyrti aðeins 20 hitaeiningar á dag, stundaði líkamsrækt á nóttunni og var í lokin aðeins 34 kíló. Ef hún fór í bað þurfti hún að liggja á þremur handklæðum og gat hún ekki notað salerni sársaukalaust þar sem hún var svo beinaber.

an5

an4

Neyddist hún til að hætta í skóla og var samband hennar við foreldrana einkar slæmt þar sem hún átti til að taka æðisköst. Fyrr á þessu ári fékk hún þó uppljómum – að hún myndi kjósa líf frekar en dauðann. Til að yfirstíga hræðslu sína við mat söfnuðust vinir hennar og fjölskylda til hennar á matmálstímum, þau spiluðu spil, hlustuðu á tónlist til að gera matartímana ánægjulega.

Auglýsing

an3

Í dag er hún orðin eðlileg á ný – hún er komin í skólann og er hætt að einangra sig. „Ég hafði ótrúlega neikvæða líkamsímynd og sjálfstraust mitt var ekkert.“

an6

an7

Foreldrar Jodie eru aftur orðnir bestu vinir hennar og það virðist allt á uppleið hjá þessari fallegu konu. Hún er með Instagramsíðu þar sem hún póstar myndum af sér og hvetur átröskunarsjúklinga til dáða: „Fyrst ég gat þetta, geta þetta allir,“ segir hún.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!