Framtíðin er hér, gott fólk. Fyrsti spítalinn til að taka í notkun da Vinci vélmennið til að gera aðgerðir á móðurlífum kvenna er Elmhurst spítalinn í New York. Vélmennið gerir læknum kleift að framkvæma pínulitlar aðgerðir á t.d. legi kvenna með þrívíddartækni til að læknarnir sjái vel hvað verið er að gera.

Ekki hafa áhyggjur þó – læknarnir yfirgefa aldrei herbergið. Vélmenninu er stjórnað með höndum og fótum læknanna sem tengdar eru við arma vélmennisins…kannski mætti líkja því við að hafa risahendur.

Auglýsing

Að framkvæma aðgerðir á þennan hátt er miklu minna inngrip í líkama konunnar og auðveldara fyrir sjúklinginn. Einnig blæðir minna og er konan fljótari að jafna sig. Aðgerðir sem hafa áður tekið viku að jafna sig á heyra sögunni til því konan ætti að geta farið heim samdægurs.