KVENNABLAÐIÐ

92 ára maður hefur kvænst 107 konum yfir ævina

Mohammed Bello Abubakar er einn umdeildasti maður Nígeríu í Afríku. Þrátt fyrir að vinna ekkert fyrir sér hefur honum tekist að sannfæra 107 konur til að giftast sér á lífsleiðinni! Í dag eru „aðeins“ 97 konur kvæntar honum. Segir Mohammed að hann hafi fengið köllun frá guði til að kvænast svo oft.

Mohammed komst fyrst í fréttirnar árið 2008 en þá birtust greinar um hann um allan heim þar sem hann átti þá 86 konur og um 150 börn. Bjuggu þau ýmist í borginni Bida eða í húsi hans í Lagos. Múslimaklerkar ásökuðu hann um að brjóta trúarreglur Kóransins en þar segir að karlmenn megi bara eiga fjórar konur svo lengi sem hann geti séð fyrri þeim og komið jafn vel fram við þær allar.

nig-1

Voru honum gefnir afarkostir – ellegar að skilja við 82 þeirra eða taka afleiðingunum. Hann neitaði og segir að engin refsing sé tíunduð í Kóraninum fyrir að eiga fleiri en fjórar konur og karlmenn eigi að mega kvænast eins mörgum konum og honum sýnist. Var hann handtekinn samkvæmt Sharíarétti en sleppt aftur og skipað að halda eftir fjórum þeirra.

Ekki fór Mohammed eftir þessu…hann fór meira að segja og kvæntist fleirum! Í raun hefur hann átt 107 konur en skilið við 10 þeirra sem þýðir að í dag á hann 97 konur. Þrátt fyrir að vera orðinn þetta aldraður – 92 ára er hann ekki hættur: „Það sem ég er að gera er guðdómlegt. Þetta er verkefni sem ég mun sinna þar til ég fell frá,“ segir hann í viðtali við nígeríska dagblaðið Vanguard.

Auglýsing

„Margar konur?“ spyr hann í öðru viðtali við The Nation. „Ég á bara 97. Ég ætla að kvænast fleirum, ég mun gera það svo lengi sem ég lifi. Ef ég hefði ráðið þessu hefði ég kannski fengið mér tvær en ég er að þessu af köllun.“

Það sem furðulegast er í þessu öllu er að Mohammed og hans risavaxna fjölskylda vinnur ekkert fyrir sér. Þau hafa enga opinbera innkonu. Hann vinnur ekki og bannar eiginkonunum að vinna. Nágrannarnir hafa ekki hugmynd um hvernig hann sér fyrir fjölskyldunni. BBC fjallaði um málið árið 2008 og sagði að fjölskyldufaðirinn sendi börnin út að betla en ef það væri satt myndu þau aldrei geta keypt þrjá 12 punda poka af hrísgrjónum daglega eins og þau gera. Þegar Mohammed er spurður út í þetta segir hann einfaldlega: „Þetta kemur allt frá guði.“

Hefur maðurinn lifað flest 185 barna sinna sem hann hefur eignast á ævinni. Sögusagnir voru um að hann hefði látist af völdum veikinda voru stórlega ýktar segir hann við blaðamenn: „Elskurnar mínar, ég er vissulega á lífi og við góða heilsu. Gróusögurnar eru haldlausar og ég held að menn öfundi mig vegna verkefnisins.“ Ráðleggur Mohammed öðrum mönnum að feta ekki í fótspor hans og segir að venjulegur eiginmaður geti ekki höndlað 10 eiginkonur, hvað þá 97. Eina leiðin að stjórna slíkum kvennaskara sé vegna handleiðslu frá Allah: „Ég vil ráðleggja þeim sem vilja að ég skilji við konurnar að hætta að agnúast út í fjölda eiginkvennanna….þeir eru einungis að reita guð til reiði.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!