KVENNABLAÐIÐ

Caitlyn Jenner skráir sig á stefnumótasíðu

Caitlyn Jenner hefur skráð sig á stefnumótasíðu á netinu sem sérhæfir sig í samböndum transfólks: „Caitlyn ætlar að halda sig við transfólkið þar sem þau skilja hvaðan hún kemur og hvert hún stefnir og mun ekki dæma hana,“ segir heimildarmaður í viðtali við tímaritið Life & Style. 

Cait í golfi fyrir um mánuði síðan (Mynd: Instagram)
Cait í golfi fyrir um mánuði síðan (Mynd: Instagram)

Leitar hún að einhverjum á fertugsaldri til sextugsaldurs sem er ævintýragjarn/gjörn og hikar ekki við að demba sér í fjörið. Caitlyn notar ekki rétt nafn eða mynd: „Hún vill ekki að tilvonandi maki vilji einungis peninga eða frægð.“

Auglýsing

Á meðan Caitlyn reynir að finna sanna ást er hennar fyrrverandi ekki hrifin af því að leita á netinu: „Kris hefur sagt við Caitlyn að það sé ekki öruggt að finna einhvern þar. Cait er samt alveg sama. Í raun finnst henni ekki einu sinni nauðsynlegt að kynna tilvonandi maka fyrir henni – Kris myndi eflaust reyna að búa til raunveruleikasjónvarp úr því!“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!