KVENNABLAÐIÐ

Ása Elínar gefur út sitt fyrsta lag og myndbandið á eftir að koma þér á óvart!

Ása Elínar er 27 ára tveggja barna móðir sem á framtíðina fyrir sér í íslenskri tónlist. Í dag gefur hún út sitt fyrsta lag af komandi plötu og segir hún annað lag líta dagsins ljós á næstunni.

Lagið Paradise of Love er afar hugljúft og rödd Ásu er einstaklega heillandi. Hún hefur sinn eigin stíl sem er einstakur: „Tónlistin mín er tjáningarform á hinum ýmsu tilfininnigum sem ég upplifi persónulega og hjá fólkinu í kringum mig.”

asa1

Það sem meira er – hún hefur gert allt sjálf: Samið lagið, textann og útsett. Fékk hún frábært fagfólk til liðs við sig en hún er heilinn á bakvið allt enda er hún mjög ákveðin hvernig hlutirnir eiga að vera: „Ég veit hvað ég vil og það er örugglega ekkert alltaf auðvelt að vinna með mér,” segir hún og hlær. „Ég er mjög þakklát fyrir strákana sem spila með mér og hann Skapta sem sér um að mixa fyrir mig.”

Auglýsing

Aðspurð hvort hún sé ekki spennt segir hún svo ekki endilega vera: „Ég veit ekki alveg hvernig mér á að líða,” segir hún hlæjandi. „Ég veit ekkert hvernig þetta fer og mér finnst það skrýtin tilfinning að bera. Ég óttast þó ekki gagnrýni, ég veit ég verð gagnrýnd – það fylgir bransanum. Ég er listamaður og svo lengi sem ég finn fullvissu í hjarta mínu um að ég sé að koma sköpun minni rétt frá mér þá er mér alveg sama hvað öðrum finnst. Elskaðu mig eða hataðu, ég allavega elska þig,“ segir hún og hlær.

asa3

Blaðamaður fær að sjá myndbandið fyrir frumsýningu og kemur það honum á óvart hversu „pró” myndbandið er og í lok myndbands kemur smá „gæsahúðarmóment.” Ása vill ekki eigna sér alveg heiðurinn að myndbandinu en fékk hún dygga aðstoð frá Viktori Bogdanske sem sá um tökur og leikstjórn.

„Allir vinir mínir komu að gerð myndbandsins,” segir Ása og bendir á fólkið. Það fátt dýrmætara en góðir vinir: „Ég er svo heppin með fólkið í kringum mig, ég á stórfenglega vini! Þau voru öll tilbúin að fara alla leið til þess að ég fengi þá útkomu sem ég var með í kollinum. Sminkan Sigríður Kjerúlf stóð sig eins og hetja, hún farðaði „non-stop“ til 22 um kvöldið. Fötin eru öll frá Fatamarkaðnum á Laugavegi sem er uppáhaldsbúðin mín!”

asa2

Myndbandið er tekið upp á Spirit Farm sem Haukur vinur Ásu á og er hún honum afar þakklát: „Haukur og Bragi bróðir hans ásamt fleirum unnu eins og forkar fyrir myndbandið. Við gistum flest þarna á bænum í 2 daga og þetta var ein af þeim skemmtilegustu helgum sem ég hef upplifað! Góður matur, góður félagskapur og flippuð stemming er blanda sem klikkar seint.

Fílingurinn í myndbandinu gleðin og kærleikurinn var raunverulegur. Það var svo gaman hjá okkur!”

Auglýsing

Svo verður spennandi að fylgjast með framhaldinu og við hvetjum ykkur til að skoða heimasíðuna hennar, Instagramið og aðdáendasíðu hennar á Facebook.

Instagram Ásu

Vefsíða Ásu

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!