KVENNABLAÐIÐ

Maður með ofursmáan lim tjáir sig: „Hættið að gera grín að mér“

„Hún þráspurði: „Er hann kominn inn?”” Maður sem tjáði sig við Cosmopolitan hefur lim sem er 2,5 cm að stærð alla jafna en um 6 cm í fullri reisn. Þessi 35 ára karlmaður sem við skulum kalla „Jf” segir að hann skammist sín afskaplega mikið fyrir kynfæri sín. Biðlar hann til fólks að hætta að gera lítið úr líkömum annarra (e. Body Shaming) og segir að menn sem hafi svo lítinn lim þjáist vegna þess.

small3

Jf segir að eina kynlífsreynslan hans hafi átt sér stað fyrir 12 árum síðan. Hann hitti konu sem flissaði yfir reðurstærð hans og hann hefi ekki haft löngun til að hitta fleiri konur eftir það.

Reynslan hlýtur að hafa verið skelfileg því konan hló og spurði hann oft: „Er hann kominn inn?”

Segir Jt að þegar limur hans er eðlilegur líkist hann „tveimur rúsínum ofan á hvor annarri. Þegar hann er í fullri reisn líkist hann tveimur kokteilpylsum.”

Auglýsing

Hefur maðurinn alltaf skammast sín fyrir lim sinn – oft vegna þess hann hefur heyrt konur gera grín að smáum limum. Í eitt sinn heyrði hann þrjá eða fjóra samstarfsmenn sína spjalla saman og voru þau öll sammála um að „menn með lítil typpi ættu að vera með viðvörunarskilti á sér til að konur vissu af því.”

Eina kynlífsreynsla Jf var með þessari konu sem honum fannst mjög aðlaðandi. „Þegar ég fór úr fötunum starði hún á litla typpið mitt, tók fyrir munninn og sagði „Ókeeeei” þannig ekki var um villst að henni var brugðið. Þegar kom svo að því að „standa sig” hélst smokkurinn ekki á og typpið datt út, hvað eftir annað. Meira að segja þegar ég var inni í henni spurði hún hvort hann væri inni. Mig langaði að deyja. Það var greinilegt að hún fékk ekkert út úr þessu.”

Þrátt fyrir að Jf hafi reynt að láta fara vel um konuna var hún ekki par ánægð og stóð upp og fór. Eftir þetta fannst honum reynslan svo leiðinleg og sársaukafull að hann labbaði til hennar fjögurra kílómetra leið til að færa henni súkkulaði til að afsaka sig og þakka henni fyrir síðast.

small-4

Jf sá síðan eftir því og fannst hann vera alger auli og hún ætti betra skilið.

Þessi reynsla hefur hindrað hann í að leita að líkamlegri nánd við konu aftur: „Ef ég myndi reyna að leita að ástinni myndi ég bara verða enn niðurdregnari en ég á við þunglyndi og kvíða að stríða. Ég þarf ekki á þessari niðurlægingu að halda.”

Auglýsing

Lestu bréf Jt á Cosmopolitan

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!