KVENNABLAÐIÐ

Móðir kölluð inn til skólastjórnenda vegna „dónalegrar“ teikningar dóttur hennar

Móðir fékk áfall þegar skólastjórnendur óskuðu eftir viðtali við hana því dóttir hennar átti að hafa teiknað risastóran getnaðarlim.

Ekki var hinsvegar um reður að ræða heldur rennibraut.

Amelia Barnhouse hafði verið í ferð með skólanum til Brecon Beacons í Wales þar sem hún lék sér í rennibraut sem var svo stór að hún talaði um hana allan mánuðinn.

Auglýsing

Svo var hún beðin um að teikna í leikskólanum það sem hún hefði séð. Hún teiknaði því langan, bleikan rana með tveimur kringlóttum tröppum á endanum.

Myndin sem Amelia teiknaði
Myndin sem Amelia teiknaði

Móðir hennar Vicci (34) var svo boðuð í viðtal. Hún óskaði þess heitast, af eigin sögn, að „hverfa ofan í jörðina,“ í viðtalinu, svo vandræðalegt fannst henni þetta.

Ekki var um harðort viðtal að ræða heldur fannst öllum þetta ótrúlega fyndið.

Faðir Ameliu, Patrick, grínaðist og sagðist aldrei ætla að sækja hana í leikskólann aftur! Dóttir þeirra er ný stjarna í leikskólanum og fékk hún gullstjörnu fyrir teiknihæfileika sína frá yfirkennaranum.

Vicci með Ameliu og syni sínum Eric
Vicci með Ameliu og syni sínum Eric
Auglýsing

Vicci segir: „Ég hélt þessi mynd væri „x-rated“ um leið og ég sá hana. Þetta leit ekki út eins og rennibraut. Ég var að sækja Amelíu og ég sá að kennararnir voru að að halda á bókinni og flissa. Þeir földu hvað þeir voru að skoða. Svo sagði hún: „Getum við talað aðeins saman? Í hvaða garði leikið þið við Ameliu?“

ame3

„Svo sýndi hún mér bókina og þarna voru líka kennaranemar og allir voru grenjandi úr hlátri. Við vildum ekki að Amelia héldi að við værum að hlæja að henni þannig ég sagði við hana: „Amelia, þetta er mjög góð teikning.“

Þau ætla nú að geyma teikninguna fyrir Ameliu þar til hún verður 18 ára.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!