KVENNABLAÐIÐ

Átta leyndarmál sjálfsöruggra kvenna

Við þekkjum öll konur sem vekja athygli hvar sem þær koma. Þær eru ekki endilega fallegastar, grennstar eða þær sem njóta mestrar velgengni heldur hafa þær einhverja sérstaka orku í kringum sig.

Á meðan sjálfsöryggi verður ekki mælt, er eingöngu hægt að horfa á það sem einkennir sjálfsöruggar konur.

Þær eru ekta

Tæknin gerir það að verkum að við „sjáumst” meira en vanalega. Flottar myndir á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum af „fullkominni” fjölskyldu, matarborði eða myndir úr fríi virðast vera óaðfinnanlegar. Það sem ekki sést á myndunum er að sjálfsögðu að allir hafa sitt óöryggi og galla. Konur sem þora að sýna sjálfa sig eins og þær eru fá prik fyrir gott sjálfstraust!

Auglýsing

Þær fylgja engum öðrum

Sjálfstæðum konum finnst ekki að þær þurfi að fylgja öðrum mælikvörðum, fatnaði, líkamsmynd eða skoðunum því þær trúa frekar á sjálfa sig. Þær standa keikar því þær vita af eigin ágæti. Þær vita að það ber að líta í eigin rann til að sjá hvað gerir þær hamingjusamar.

Þær taka hlutum ekki persónulega

Þú gætir verið móðir Teresa og einhver mun samt finna eitthvað til að gagnrýna hjá þér. Þegar þú getur séð gagnrýni sem eitthvað sem segir meira um þann sem talar en þig sjálfa, til hamingju! Þær hafa samkennd með sjálfri sér og taka endurgjöf með ánægju, svo lengi sem hún á rétt á sér…

Þær setja sjálfa sig í fyrsta sæti

Konur sem ekki hugsa um sjálfa sig (ekki verið að tala um yfirborðslega hluti hér) brenna út mjög fljótt. Þær hugsa um hugann, líkamann og andann og ef þær gera það ekki hafa þær lítið að gefa öðrum.

Þær hampa sér ekki af því að hafa nóg að gera

Ef þær hafa nóg fyrir stafni kvarta þær ekki heldur hugsa enn betur um sjálfa sig og kunna að hvílast. Þær geta haft stór og mikil markmið, listann sem „þarf-að-gera” kílómetra langan og ýmislegt annað fyrir stafni í dagsins önn.

Þær taka eigin ákvarðanir og eru lausar við sektarkennd

Sjálfsöruggar konur vita hvenær á að biðjast afsökunar hafi þær gert mistök. Þær skilja líka að sektarkennd er tímabundin tilfinning – ekki eitthvað sem maður á að finna stöðugt fyrir. Í stað þess að horfa á það sem þú gerðir ekki í dag eða hefðir átt að gera þakkaðu fyrir það sem þú hefur og átt.

Auglýsing

Þær þurfa ekki viðurkenningu annarra

Hrós er dásamlegt og ætti að veita fólki það mun oftar! Samt sem áður ættirðu ekki að vera háð því, háð áliti annarra. Sjálfsöruggar konur halda áfram sama hvað fólki finnst.

Þær sjá mistök sem tækifæri

Flottar konur vita að það eru hraðahindranir á nánast öllum vegum. Þær vita að þær eru ekki fullkomnar eða taki alltaf réttar ákvarðanir. Þær vita að þeim mun mistakast, þær munu verða særðar eða þær særa aðra í ógáti. Þetta er hluti af því að vera mennsk. Þessar konur sem við lítum oft upp til vita hvernig á að fyrirgefa sér sjálfum, hafa samkennd og sjá lexíuna og oft hið góða (í baksýnisspeglinum) þar sem þær takast á við hið óútreiknanlega ævintýri sem er lífið…

Heimild: HuffingtonPost

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!