KVENNABLAÐIÐ

Vilt þú kaupa muni úr Herkastalanum?

Herkastali Hjálpræðishersins verður opinn almenningi laugardaginn 24. september þar sem bæði verður fólki gefinn kostur að ganga um húsið og skoða það í síðasta skipti þar sem það verður selt þann 1. október næstkomandi. Einnig ætlar Herinn að halda sölu á lausamunum sem ekki flytjast úr húsinu.

hh16

Þau opna klukkan 10 laugardagsmorguninn 24. september. Pop-up verslun verður í kjallaranum og húsmunir verða til sölu á öllum hæðum.

Auglýsing

Síðasta samveran

Síðasta samkoman sem haldin verður í húsinu verður fimmtudaginn 29. september klukkan 20. Segja liðsmenn að hún muni einkennast af „mikilli tónlist, Guðs orði og minningarbrotum.“ Hér er hægt að sjá viðburðinn á Facebook.

Sykur hefur áður fjallað um Herkastalann og gert myndaþátt. Smelltu HÉR til að sjá hann. 

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!