KVENNABLAÐIÐ

Herkastalinn kvaddur: Myndaþáttur

Eins og kunnugt er Herkastali Hjálpræðishersins seldur og mun því aldargömlu starfi hersins ljúka í því húsi þann 1. október á þessu ári. Minningarnar og hjálpræðið sem fylgja húsinu munu því eingöngu verða til á filmu í framtíðinni og fengum við að kíkja í heimsókn og taka myndir. Ingvi Kristinn Skjaldarson flokksforingi var okkur innan handar og fengum við hann til að útskýra ýmislegt sem fram kemur á myndunum.

HH2

Þessi Jesúmynd var lengst af inni í sal/kirkju. Segir Ingvi hana hafa fylgt húsinu í afar langan tíma.

HH3 copy
(Smelltu á myndirnar til að sjá þær stærri)

Hurðarhúnninn á ísskápnum. „Þetta virkar vel sem handfang, það hefur einhver reddað sér svona á sínum tíma!” segir Ingvi.

HH4

Vörulyftan í eldhúsinu. „Hún virkar enn og er notuð á hverjum degi,” segir Ingvi en fer þó bara upp á aðra hæð.

HH5

HH6 copy

Eldhúsið í kjallaranum. Í húsinu eru fjögur eldhús, þetta sem staðsett er í kjallaranum er stærst, tvö eru á hæðinni fyrir ofan og eitt á þriðju hæð fyrir gesti gistihússins. Hurðirnar og gólfið eru upprunaleg. Þar sem ofninn er var risastór eldavél í gamla daga.

HH8 copy

Salerni í kjallaranum. „Já, salernið er einskonar hásæti! Það hefur verið hækkað upp til að ná vatnshallanum.” Sjá má smá „bútasaum” í gólfinu og er salernið og vatnskassinn eflaust eins frá upphafi.

HH7

Inni í þvottahúsinu – séð út á Kirkjustræti.

HH9 copy

Brunastigi í portinu – flóttaleið. Þegar húsið var stækkað var stiganum bætt við.

HH10

Gluggi inn í búrgeymslu eldhússins í kjallaranum, við hliðina á læstri geymslu við hlið vörulyftunnar.

HH12 copy

Kirkjan, aðalsalurinn. Tilvitnunin er úr Orðskviðunum og eru allir textanir settir upp fyrir 100 árum síðan.

HH15

HH14

HH13 copy

Blóð og eldur. Skjöldur hersins. Var hannaður árið 1878 og er alþjóðlegt tákn Hjálpræðishersins. Sólin táknar ljós og eld heilags anda. Krossinn í miðjunni táknar trú safnaðarmeðlima. H-ið stendur fyrir hjálpræði. Sverðið táknar að barist er gegn syndinni. Sjö hvítar kúlur tákna sannleika ritningarinnar og kórónan þýðir að Guð verðlaunar trúað fólk.

HH16 copy

Blóð og eldur er slagorð Hjálpræðishersins sem þýðir að blóð Jesú Krists á krossinum er öllum mönnum til hjálpræðis og eldurinn á að hreinsa sanntrúað fólk.

HH18

Lítil setustofa inn af kirkjunni. Í glugganum er gamall lúður sem hefur tilheyrt Hjálpræðishernum lengi.

HH17

Lúðrarnir á sviðinu eru gjöf frá Færeyjum og bárust þeir Hernum fyrir um ári síðan. Aðspurður segir Ingvi að þeir séu ekki notaðir.  „Nei, ekki í dag. Okkur dreymir um að setja upp lúðrasveit en hún hefur ekki verið virk í langan tíma.”

HH19 copy

Stofnandi Hjálpræðishersins, William Booth.

HH20

HH21 copy

Matarlúgan. Maturinn kom úr lyftunni og svo fram á gang.

HH22 copy

Þarna bakvið er gömul áhaldageymsla og gömul spennistöð rafveitunnar fyrir hverfið.

HH26

HH23

Gistiheimilið – matsalurinn

HH24

HH25 copy

Ingvi er foringinn, ber þennan titill og vísar í að hann sé stjórnandi sem stýri flokki – aðrir myndu kannski segja kirkjunni eða söfnuðinum.

HH27 copy

Lobbý. Húsið einkennist af  „plástrum” eða reddingum hér og þar eins og sjá má í hægra efra horninu. Lobbýið var tekið í gegn um 1990 en þá var sett kerfisloft og innfelld lýsing.  „Gamla lobbýið var…jú, mjög gamaldags,” segir Ingvi.

HH28 copy

HH41 copy

Bogagluggarnir eru upprunalegir frá byggingarárinu 1916. Þá var byggt ofan á húsið þriðja og fjórða hæðin. Á þriðju hæð er styrkt plata og einnig var bætt við húsið í átt að Suðurgötu þegar húsið brann að hluta.

HH31

Bænaherbergið á annari hæð

HH30 copy

HH40 copy

Gangarnir eru mjög þröngir – réttur metri á milli.

HH42

Flóttaleiðin í austurenda hússins.

HH29 copy

Dæmigerður stigagangur í húsinu.

HH50 copy

Húsið var upprunalega sjómannaheimili. Svo voru þar þrjár íbúðir fyrir foringja, þrír stórir salir. Var húsið eitt stærsta hús Reykjavíkur á þeim tíma en myndi teljast í dag barn síns tíma.

Upphaf Hjálpræðishersins á Íslandi

Hjálpræðisherinn kom til Íslands í byrjun maí 1895. Frumherjar starfsins voru Christian Erichsen, yfirforingi og adjutant frá Danmörku, og Þorsteinn Davíðsson, íslenskur kapteinn, ættaður frá Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Þeir tóku sér gistingu á gamla  „Hótel Reykjavík“ og festu kaup á húsinu í október hið sama ár. Frá þeim tíma hefur þessi bygging í Kirkjustræti 2 verið nefnd  „Herkastalinn.”

Upphaf starfs Hjálpræðishersins má segja að hafi hafist þann 12. maí 1895 en þá héldu félagarnir tveir útisamkomu á Lækjartorgi og fyrstu samkomu sína í Góðtemplarahúsinu í Reykjavík, sem þeir höfðu fengið að láni.

 

hh gistiheimi

Starfið bar fljótt ávöxt, því fyrsta hermannasamkoman var haldin þegar í byrjun júní. Um aldamótin má segja að starfsemin hafi verið komin í fastar skorður, talsvert margir hermenn í Reykjavík og starfað hafði verið á nokkrum stöðum í nágrenninu svo sem Akranesi og Eyrarbakka.

Gistiheimilið í Herkastalanum var opnað 2. apríl 1898 eftir að stabskapteinn Bojesen tók við sem yfirforingi. Hann sá að tilfinnanlegur skortur var á gistihúsi þar sem ferðamenn gætu fengið ódýra gistingu og fæði.

Gistiheimili var einnig opnað á Akureyri 1916, í Hafnarfirði 1920, á Ísafirði 1922,

á Seyðisfirði 1923 og tilraunir gerðar 1924 á Norðfirði og Vestmanna­eyjum. Gistiheimilin voru einnig samastaður fólks sem hvergi átti höfði sínu að að halla. Þannig gegndu þau að vissu leyti hlutverki þurfamannahæli.

Starfsemin á Íslandi má segja hafi tekið tiltölulega fljótt við sér. Starfsemi hófst formlega á Ísafirði í október 1896, á Fellsströnd um 1901 (án salarkynnis), á Akureyri í maí 1904, í Hafnarfirði 1908, á Siglufirði 1908 (eignaðist sal 1914) og á Seyðisfirði í 1912 (tilraunir gerðar fyrst í 1896).

Vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi tók til starfa 1968.

Starfsemi hófst í Reykjanesbæ í nóvember 2007.

Í dag starfar Hjálpræðisherinn á Akureyri, í Reykjanesbæ, í Reykjavík og á Seltjarnarnesi.

 

Nytjamarkaðir Hjálpræðishersins – HERTEX eru staðsettir í Garðastræti (101 Rvk), Vínlandsleið (113, Grafarholti), Ásbrú – Reykjanesbæ og á Akureyri.

 

Myndir og texti: Hlín/Sykur

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!