KVENNABLAÐIÐ

12 ára stúlka er gáfaðri en Einstein!

Lydia Sebastian er 12 ára stúlka frá Bretandi. Fékk hún „fullkomna” einkunn úr Mensa Cattell III B IQ prófinu eða 162. Það þýðir ekki endilega að prófið mæli hversu mikið þú veist heldur hversu heilinn er fljótur að átta sig á og skilja hluti.

Þeir sem skora hvað hæst í prófinu geta fengið að verða meðlimir Mensa sem eru samtök bráðgáfaðs fólks.

Lydia er klárari en flestir – aðeins 1% mannkyns telst svo gáfað. Reyndar er Lydia ekki ein þarna, Nicole Barr sem einnig er 12 ára fékk 162 á prófinu líka.

Bæði Albert Einstein og Stephen Hawkins skoruðu 160 á sama prófi. Þrátt fyrir athyglina er Lydia mjög hógvær: „Þegar ég hóf prófið var ég mjög stressuð. En þegar ég sá hvað við var að eiga var þetta mun auðveldara en ég bjóst við, þannig ég var bara róleg.”

lydia

Foreldrar hennar eru virkilega slakir varðandi útkomuna. Pabbi hennar segir: „Við erum mjög afslöppuð gagnvart menntun hennar. Ef barni er ýtt út í eitthvað sem ekki hæfir þroska þess þá missir það af því að vera barn.”

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!