KVENNABLAÐIÐ

Lítill hvutti með taugasjúkdóm nýtur samt lífsins: Myndband

Þetta pínuponsulitla krútt heitir Boogie Shoes og er með sjaldgæfan heilasjúkdóm. Hann er eins og hálfs árs og var ættleiddur af góðu fólki úr hundaskýli í Kaliforníu en einhver skildi hann þar eftir. Hann var mjög grannur og gat varla haldið höfði.

Starfsfólk skýlisins vafði hann í fullt af teppum til að halda á honum hita. Hann er með taugasjúkdóm og heldur illa jafnvægi. Hann var næstum dáinn en dýralæknirinn Dr. Shayda bjargaði honum.

Auglýsing

bs

Nýja fjölskylda Boogie inniheldur tvær mannverur og fjóra Chihuahua. Kíkið á síðuna hans á Facebook en þar er hann að vekja athygli á því að hundar úr skýlum eru bestir og fjöldaframleiddir hundar á svokölluðum „puppy mills“ sem ætti að útrýma.