KVENNABLAÐIÐ

„Notebook“ myndataka hjóna á sjötugsaldri lætur þig trúa á ástina

Clemma Elmore er tæplega sjötug. Hefur hún verið ástfangin af Sterling í 57 ár. Var um að ræða ást við fyrstu sýn hjá parinu sem gifti sig aðeins fjórum mánuðum eftir að það hittist fyrst.

Hjónin elska myndina The Notebook. Í raun er það uppáhalds myndin þeirra. Í síðustu viku ákvað parið sem er frá Oklahoma í Bandaríkjunum að fagna nær sextíu ára sambandi sínu með ævintýramyndatöku sem þau fengu hugmyndina að eftir að hafa horft á Notebook. Var blái trukkurinn á sínum stað, stafli af ástarbréfum og fatnaður fimmta áratugarins.

Auglýsing

Þau giftu sig í febrúar árið 1959. Í fyrsta sinn sem Sterling sá Clemmu hugsaði hann: „Þetta er stelpan sem ég ætla að giftast.“ Í raun var það samt svo að það var Clemma sem bar upp bónorðið.

Hver er svo lykillinn að aldarlöngu, æðislegu hjónabandi? Clemma segir: „Við klikkim aldrei á að segja, ábyggilega tíu sinnum á dag: „Ég elska þig.““

o1

 

o2

Auglýsing
o3
Með barnabarninu sínu Ashley sem skipulagði myndatökuna

 

o4

 

o5

 

o6

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!