KVENNABLAÐIÐ

Jennifer Lawrence er andlit Dior haustið 2016: Myndir

Hún elskar Dior og Dior elskar hana: Þó uppáhaldsleikkona margra kunni að detta á rauða dreglinum er enginn vafi á því að hún hefur góðan smekk. Jennifer Lawrence situr fyrir í nýjum auglýsingum fyrir tískurisann Dior. Er hún lítið máluð og horfir beint í myndavélina en ljósmyndarinn er hinn heimsþekkti tískuljósmyndari Patrick Demarchelier.

jlaw d 3

Heldur hún á handtöskum sem eru vissulega fallegar en hljóta að falla í skuggann af leikkonunni sjálfri. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem hún vinnur með Dior heldur var hún einnig andlit vor/sumarsins 2016 og klæðist gjarna flíkum fyrirtækisins, s.s. á Óskarsverðlaunahátíðinni, Golden Globes, Met Gala árið 2015 og á ótal frumsýningum.

jlaw d 2

jlaw dior

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!