KVENNABLAÐIÐ

Dóttir Kate Moss fetar í fótspor móður sinnar

Auglýsing

 

 

Hin 18 ára gamla Lila Grace Moss gekk á dögunum sín fyrstu skref á tískupallinum þegar hún sýndi fyrir ítalska tískuhúsið Miu Miu. Hún þykir ansi lík móður sinni, Kate Moss, sem sýndi í fyrsta sinn fyrir Miu Miu fyrir um 25 árum síðan.

Lily var kannski að ganga sín fyrstu skref á tískupallinum en hún er þó enginn nýgræðingur í tískuheiminum, þrátt fyrir ungan aldur. Árið 2018 var hún andlit Marc Jacobs Beauty  aðeins 16 ára gömul. Hún sat einnig fyrir á forsíðu ítalska Vogue ásamt móður sinni árið 2016.

Auglýsing

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!