KVENNABLAÐIÐ

Tískuhönnuðurinn Sonia Rykiel látin, 86 ára að aldri

Í dag syrgja Frakkar eina af áhrifamestu tískudrottningu sína, en Sonia Rykiel lést af völdum Parkinsons sjúkdómsins. Sonia var ein af fáum komum sem ruddu brautina á sjöunda áratugnum og kom fram með „poor-boy“ peysurnar sem urðu afar vinsælar.

„Við erum vinnandi konur,“ sagði hún í viðtali við The Times árið 1987. „Við sjáum um börnin okkar, mennina, húsið, svo marga hluti. Ég reyni að útskýra það í fötunum mínum. Þetta eru föt fyrir hversdagslíf. Það er hið raunverulega líf konunnar. Mér finnst konur í kringum mig vera eins og ég – minni, hærri, feitari, grennri – en í raun erum við allar þær sömu.“

Varð Sonia fljótt þekkt fyrir að brjóta viðmið í tískuheiminum – hún afbakaði nýjustu sniðin, setti orð á flíkurnar, lét saumana sjást og endurtók ýmis grunnstef, s.s. rendur á flíkunum sínum- og gerði það með uppreisn í huga. Sonia hætti í bransanum árið 2009 og tók dóttir hennar, Nathalie við. Árið 2012 misstu þær 80% fyrirtækisins til Fung Brands Ltd. þannig fjölskyldan á ekki nema 20% í fyrirtækinu í dag.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!