KVENNABLAÐIÐ

„Reis upp frá dauðum” og mætti til síns heima ári eftir jarðarförina

Indónesísk fjölskylda fékk áfall sem lengi verður í minnum haft: Þau höfðu jarðað föður og eiginmann sinn í maímánuði árið 2015 eftir að hann lést í alvarlegu umferðarslysi. Ári seinna bankar hann upp á heima hjá sér og hafði ekki hugmynd um að fjölskyldan hefði jarðað hann.

Auglýsing

da1

Waluyo er 62 ára maður frá Suryoputran Panembahan þorpi í Yogyakarta, Indónesíu. Fyrir rúmu ári síðan, í maí 2015, fór hann frá þurfandi fjöskyldu sinni til að vinna við að hreinsa stræti stórborgar, Semarang, en hún er afar langt í burtu. Ætlaði hann að safna pening til að sjá henni farborða.

da2

Ekki löngu eftir að hann fór þangað fékk eiginkona hans, Alim Eskatinah, símtal frá lögreglunni sem sagði að Waluyo hefði lent í alvarlegu umferðarslysi og væri í hætt kominn á gjörgæsludeild sjúkrahússins. Fjölskyldan og vinir lögðu á sig langa ferð til að vera með honum á dánarbeðinu en hann lést innan fárra daga. Hann komst aldrei til meðvitundar og lést 7. maí 2015.

Gröfin
Gröfin

Jarðarförin var haldin í heimaþorpi Waluyo og var afar fjölmenn.

Síðan gerðist hið óskiljanlega: Waluyo kom aftur heim! Fjölskyldan fagnaði honum auðvitað en var um leið skelfingu lostin:

„Er þetta í alvöru hann? Ég þarf að taka skref til baka til að horfa á hann. Hvernig getur dáinn maður risið upp frá dauðum? Ég er í áfalli,” sagði Alim, kona hans í viðtali við fréttastofu.

Auglýsing

da4

Átti hún svo erfitt með að trúa þessu (sem skiljanlegt er) að hún fór að leita að líkamlegum einkennum sem hún vissi af – hann hafði ör á bakinu vegna húðsjúkdóms og það vantaði í hann eina tönn. Þetta kom allt heim og saman og vissi maðurinn nöfnin á öllum ættingjum.

Eftir að hafa gengið í gegnum þessi furðulegu próf og hafandi heyrt sögu fjölskyldunnar varð maðurinn auðvitað afar ringlaður. Sagðist hann hafa verið í Semarang allan tímann en ekki í neinni aðstöðu til að hafa samband við fjölskylduna. Hafði hann svo sannarlega enga vitneskju um að „hann” hefði verið jarðsettur í þorpinu heima.

Fjölskyldan var – eftir að hún var búin að jafna sig – auðvitað afar glöð þrátt fyrir að margar áhugaverðar spurningar kæmu upp í kjölfarið: Hver hvílir í gröfinni? Hvernig gátu syrgjandi ættingjar ekki borið kennsl á hann á sjúkrahúsinu? Af hverju var lögreglan svo viss um að þetta væri Waluyo?

da5

Ekki er vitað svar við fyrstu spurninginni og hvað hinar tvær varðar er eingöngu skýringin sú að einhver hafi látist sem líktist honum mikið, þrátt fyrir að hann eigi engan tvíburabróður. Það hlýtur þó að teljast afar mikil líkindi þarna á milli þar sem fjölkyldan bar ekki einu sinni kennsl á hann og leitað ekki að líkamlegum einkennum.

Yfirvöld í héraðinu hafa haft samband við Waluyo síðan hann sneri til baka og ógiltu dánarvottorðið. Erfitt er hinsvegar að eiga við kerfið og þarf að fá nýja kennitölu ásamt fleiru. Vitandi hversu ólíklegt og furðulegt málið er þarf hann hinsvegar ekki að greiða nein gjöld vegna þess.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!