KVENNABLAÐIÐ

Hugh Grant þóttist ekki þekkja Renée Zellweger

„Allar leikkonur sem ég leik á móti hata mig,“ sagði Hugh Grant í þættinum „Watch What Happens Live.“ Hugh og Renée léku saman í einni frægustu mynd hans, Bridget Jones´s Diary. Í þættinum var Hugh beðinn um að auðkenna nokkrar leikkonur (sem allar eiga það sameiginlegt að hafa leikið á móti honum á ferlinum.)

Auglýsing

Myndirnar voru af konunum frá nefi og upp úr. Þegar Hugh var sýnd mynd af Renée sagði hann: „Hver er þessi kona, önnur frá hægri? Ég hef aldrei séð hana áður.“

Þegar þáttastjórnandinn sagði honum að þetta væri Renée svaraði hann: „[She’s] not exactly down to earth. … Out to lunch is …“

Renée hefur þverneitað fyrir að hafa farið í lýtaaðgerðir eins og margir halda fram og skrifaði hún pistil þess efnis á Huffington Post. Hljóta ummæli Hugh því að vera vatn á myllu andstæðinga og gagnrýnenda hennar.

Auglýsing

Við viljum hinsvegar meina að Hugh sé bara fúll af því hann fékk ekki hlutverk í nýju myndinni hennar – Bridget Jones´s Baby!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!