KVENNABLAÐIÐ

Renée Zellweger minnist þess með hryllingi þegar fólk gagnrýndi andlit hennar

Nokkrum árum eftir að fregnir bárust af meintum lýtaaðgerðum Bridget Jones leikkonunnar, Renée Zellweger, fékk hún áfall við að heyra mann og tvær konur tala um hana í neðanjarðarlest í London. Var hún á leið í viðtal en hún þverneitar að hafa nokkurn tíma lagst undir hnífinn.

Auglýsing

Maðurinn sagði: „Hvernig gat hún gert þetta? Hvers vegna ætti hún að fara í aðgerð á andlitinu, eins og við myndum ekki fatta það?“ Konan svaraði: „Hún lítur ekki út eins og hún sjálf, hún getur ekki bara farið og litið ekki út eins og hún, því við búumst við að þú lítir út eins og þú sjálf.“ Renée segist hafa hugsað, „vá, athyglisvert.“

Auglýsing

Renée segir svo: „Ég stend upp og bíð eftir að hurðin opnist og maðurinn er enn að tala um hversu vitlaus ég sé. Og hann leit upp og sagði: „Ó guð, þú ert ekki – þú ert! Ó guð, en þú lítur út eins og þú sjálf!“ Og ég sagði: „Já, fyndið hvernig það virkar, er það ekki?“

Þrátt fyrir að þetta augnablik sitji í henni gat hún haldið áfram með líf sitt.

„Það stendur yfir í smástund og þú hugsar, „djísus, vá, þetta er sárt,“ en ég lifi ekki í þessu. Þetta bara heimsækir líf mitt hér og þar og ég er ekki að velta mér uppúr þessu. Ég leita ekki að því.“

Hún segir einnig að hún sé of upptekin til að hafa áhyggjur af því slæma sem fólk segir um hana. „Þú veist, ég á tvo hunda og þeir þurfa sprautur og pillur tvisvar á dag. Það er fullt. Ég hef annað að gera.“

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!