KVENNABLAÐIÐ

Snoop Dog og Martha Stewart búa til matreiðsluþátt (án gríns)

Þú ert ekki að misskilja neitt. Sennilega eitt ólíklegasta teymi sem um getur er að frumsýna nýja matreiðsluþætti á sjónvarpsstöðinni VH1. Vinnuheiti þáttanna er “Martha & Snoop’s Dinner Party.”

Variety segir frá. Sjónvarpsþættirnir munu fjalla um þetta óvenjulega par sem fær til sín stjörnur í kvöldverð í hverri viku. Munu fyrstu þættirnir líta dagsins ljós í haust.

Martha segir: „Í matarboðinu okkar munum við heilla Bandaríkjamenn með mat, skemmtun og stjörnum. Við munum taka venjulega ameríska rétti og sýna þá í nýju ljósi, fyndnara og meira spennandi.“

Auglýsing

Snoop segir: „[My homegirl] Martha og ég eigum í sérstöku sambandi sem á sér langan aðdraganda. Við ætlum að elda, drekka og hafa gaman með okkar einstöku vinu. Get ekki beðið eftir að þið sjáið okkur „rúlla“ saman!“

Snoop kom fram í þættinum hennar árið 2008 og svona fór það fram:

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!