KVENNABLAÐIÐ

Hvernig á að venja sig af því að kvarta á þremur vikum

Auðvitað þarf fólk að tuða öðru hvoru, það er ekki nema eðlilegt. Sumir eru þó orðnir svo samdauna sjálfum sér í kvartinu að þeir taka ekki lengur eftir því. Vilt þú venja þig af því að kvarta og kveina? Hér eru frábær ráð – skref fyrir skref til að venja sig af þessum leiða ávana.

Vika eitt

Vaktaðu sjálfa/n þig: Farðu að taka eftir hversu mikið þú notar kvartanir og hvað setur „kvartarann” af stað hjá þér! Settu hárteygju um úlnliðinn og í hvert skipti sem þú lætur út úr þér eitthvað sem þú hefðir vilja sleppa – settu hana á hina höndina. Skrifaðu niður hverja kvörtun fyrir sig, við hvern þú tjáðir þig og hverngi þér leið fyrir og eftir.

Lestu í mynstrið. Eftir þessa fyrstu viku – rúllaðu yfir listann þinn. Bölvaðir þú nágrannanum í hvert skipti sem hann negldi í vegg? Áttu þér félaga í vinnunni sem tekur undir kvartanir þínar? Horfðu á mynstrið framar öllu til að sjá hvaða undirliggjandi gremju þú berð þar undir.

Auglýsing

Vika tvö 

Veldu hvar þú vilt „berjast” – Það eru tvær tegundir kvartana: Þær sem þú lætur í ljós opinskátt og þannig hleypir þú út pirringi og hinar sem eru hjálplegar og þú finnur lausn einhverra mála með þeim. Markmiðið er að minnka þessar fyrrnefndu. Sorteraðu þær í þessa tvo flokka og svo eftir mikilvægi þeirra.

Teldu kvartanirnar: þú ætlar að minnka þær um einn þriðja á hverjum degi! Það þýðir að þú þarft að velja hvaða kvartanir þú ætlar í láta í ljós opinskátt, þannig veldu skynsamlega! Bíttu í tunguna á þér. Finndu „fráhvörfin!” í lok vikunnar reyndu að fara í gegnum sólarhring án þess að kvarta. Ef þú finnur þörfina, haltu dagbók. Ef þú óskar gætirðu beðið fjölskyldumeðlimi eða vini að stoppa þig af ef þú byrjar.

Auglýsing

Vika þrjú 

Nú reynir á þig! Taktu eftir í hvert skipti sem þú lætur í ljós óánægju að það sé á heilbrigðan hátt og muni alltaf bjóða upp á jákvæða útkomu.

Hafðu lokamarkmið. Veldu þann sem mun hjálpa þér með það sem er AÐ – hringdu í fyrirtæki ef þjónustan eða varan sem þú keyptir stenst ekki kröfur. Ekki láta makann heyra það.

Veldu orð þín vandlega: Ef þú átt í orðaskiptum við einhvern taktu þá til greina að manneskjan hefur tilfinningar og skoðanir – alveg eins og þú! Ef þú ert pirruð eða pirraður á makanum að fara aldrei út með hundinn. Segðu frekar: „Ég veit það er þreytandi en það myndi gera daginn okkar beggja betri ef þú myndir deila þessari ábyrgð með mér.”

 

Gangi þér vel! Ekki gleyma að deila ef þér líkar greinin!

Heimild: Health.com

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!