KVENNABLAÐIÐ

Kokkálaðar kínverskar konur leita til „hjákonueyðis“ ef upp kemst um framhjáhald

Ef upp kemst um framhjáhald í hinum Vestræna heimi er yfileitt hafður sá hátturinn á að fólk annaðhvort leysir úr sínum vanda þegar upp kemst og vinnur þá í sambandinu, nú – eða fær skilnað.

Í Kína er þessu þó ekki svona háttað. Menningarmunurinn er sá að samfélaginu finnst smánarlegt að skilnaður eigi sér stað. Svo fylgja því töluverð vandkvæði fjárhaglega, sérstaklega þó fyrir fráskildar konur.

Auglýsing

Með vaxandi efnahag og útþenslu Kínverja er ekki óalgengt fyrir viðskiptajöfra og háttsetta embættismenn að fá sér hjákonu og þykir það tákn um völd. Þannig getur þjónusta á borð við „Hjákonueyðirinn” (e. mistress dispellers, k. xiaoshan quantui) skotið rótum og blómstrað vel.

(Mestmegnis) konur leita til þjónustunnar sem tekur að sér að útrýma framhjáhöldum bóndanna fyrir væna þóknun.

Þjónustan kostar aldrei minna en andvirði um milljón króna íslenskra. Auðvitað fer eftir hversu mikið þarf að gera til að hrekja hjákonuna burt en þjónustugjöldin geta skipt milljónum. Leiðbeina fyrirtækin kokkáluðum eiginkonum í að styrkja hjónabandið og ná leiðum til að losa sig við viðhaldið.

frahja

Þetta hljómar kannski sem eitt allsherjar svindl til að græða verulega peninga á óförum fólks en sagan segir að þessi tiltekna þjónusta sé í raun og veru afskaplega afkastamikil.

Auglýsing

Shu Xin sem rekur eina slíka stofu í Shanghæ segir að hvert mál fyrir sig hefjist á því að hjákonan er rannsökuð. Rannsóknarteymi fer í gegnum hennar mál, kannar fjölskyldu, vini, menntun, atvinnu og daglegar venjur til að kynnast henni almennilega. Þegar teymið hefur náð að sjá út hvort hjákonan vilji peninga, ást eða kynlíf er áætlun sett upp fyrir eiginkonuna.

Ef vilji er fyrir hendi kemur einhver afar slunginn og tungulipur til að fylgjast með hjákonunni. Hann vingast við hana – fer að sækja sömu staði eða fer í ræktina á sama stað og hún á sama tíma.

Hann mun vinna vinskap hennar og ef allt gengur upp – láta hana hugsa um eitthvað annað en þennan gifta. Stundum munu þau enda uppi sem elskendur – stundum mun henni verða boðin vinna langt í burtu – allt fyrir viðskiptavininn.

Þessir starfsmenn mega þó hvorki nota hótanir né ofbeldi. Á sama tíma er ráðgjafi sem vinnur með eiginkonunni í því hvernig hún getur orðið sú kona sem eiginmaðurinn vill að hún verði.

Sumar þjónustur segja að þeim takist upp í 90% tilfella – þær taka einungis að sér mál sem þau vita að geta gengið upp. Svo er hún einungis á færi þeirra allra ríkustu þar sem stundum vill eiginkonan að leigðar séu rándýrar íbúðir, lúxusbíla og þess háttar. Sumar þurfa að fá bankalán en telja það betri kost en að skilja við svikula eiginmennina.

Burtséð frá almenningsálitinu er það einnig ofboðsleg fjárhagsleg byrði að ganga í gegnum skilnað – sumar fráskildar eiginkonur eiga ekki í nein hús að venda og lenda á götunni því að kínverskar fjölskyldur og fjármál þeirra eru öll í höndum eiginmannsins. Það er ástæða þess að slík þjónusta geti yfir höfuð blómstrað.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!