KVENNABLAÐIÐ

Melania Trump eins og enginn hefur séð hana áður: Myndir

Ef Donald Trump hlýtur kosningu verður Melania Trump forsetafrú. Hún á þó ekki skjannahvítan feril að baki í fyrirsætustörfum eins og New York Post hefur grafið upp.

Myndataka á vegum franska Max Magazine frá árinu 1995 sýnir Melaniu með skandinavísku fyrirsætunni Emmu Erikson. Melania stundaði fyrirsætustörf áður en hún kynntist Donald og vann undir nafninu „Melania K.”

Auglýsing

 

mel1

Sýna myndirnar Melaniu nakta ásamt Emmu og einnig er hún allsnakin á einni mynd. Ein myndin sýnir Emmu ætla að flengja Melania og þykist hún óttast svipuna.

„Ég hef alltaf verið hrifinn af myndatökum þar sem konur eru saman…ég hef nefnilega verið með mörgum konum sem hafa elskað þríkant,” segir ljósmyndarinn, Jarl Ale de Basseville. „Þetta er fegurð en ekki klám. Ég er alltaf hneykslaður á klámmyndaiðnaðinum því hann er að eyðileggja tilfinningar og kjarna þess sem er fagurt og einfalt í eðli sínu.”

 

mel2

 

Þessi tiltekna myndataka átti sér stað á Manhattan, tveimur árum áður en Melania og Donald kynntust. Voru nokkrar myndir teknar uppi á þaki ásamt því að nýtast við ljósmyndastúdíó/íbúð á hæðinni fyrir neðan. Melania er sögð hafa höndlað myndatökuna „mjög fagmannlega” segir heimildarmaður sem viðstaddur var myndatökuna. „Hún var mjög sjarmerandi og lét ekki samkynhneigða þemað fara í taugarnar á sér. Hún var alltaf brosandi, kurteis og vel menntuð.”

Auglýsing

Melania vann fyrir sér sem fyrirsæta á þessum árum og vann bæði í París og Mílanó. Í Gothamborg var hún mest í auglýsingum, m.a. í auglýsingu fyrir Camel sígarettur. Kom þessi myndaþáttur út í Max Magazine í janúarmánuði árið 1996, en myndir af Cindy Crawford voru í sama blaði.

Donald segir, aðspurður um myndirnar: „Melania var ein fyrsta fyrirsætan til að gera garðinn frægan. Hún fór í fjölda myndatakna, meira að segja forsíður stórra blaða. Þetta var myndataka fyrir evrópskt blað, áður en við kynntumst. Í Evrópu eru myndir eins og þessar mjög algengar og í tísku.”

mel3

Melania sem var fædd í Slóveníu er nú 46 ára. Þau Trump hittust í partýi á vegum tískuviku árið 1998. Þau giftu sig í janúar 2005 og eiga 10 ára soninn Baron saman. Hefur hún setið fyrir á myndum fyrir Sports Illustrated og Vogue og hjá ljósmyndurum á borð við Helmut Newton og Mario Testino.

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!