KVENNABLAÐIÐ

Frá 30% líkamsfitu í 6% á einungis þremur mánuðum

Var í bráðri hættu að þróa með sér sykursýki 2: Patrick Magno frá San Diego, Kaliforníu vann nýlega verðlaun á fitnessmóti eftir að honum tókst að losa sig við 23 kíló á eingöngu þremur mánuðum.

Auglýsing

Patrik hafði heimsótt lækni sem varaði hann við að hann væri í hættu að þróa með sér sykursýki 2 og eftir þá heimsókn ákvað hann að gera eitthvað í málunum. Hafði Patrick verið í vinnu sem hafði afar slæm áhrif á andlega heilsu hans, en hann hafði unnið við að fjarlægja börn af heimilum þar sem um ofbeldi eða annað slíkt var að ræða.

pm

Hætti Patrick í vinnunni, bað unnustu sinnar til sex ára og ákvað að einblína á heilsuna sína til að enda ekki eins og faðir hans sem þjáist af sykursýki.

Auglýsing

„Ég var hættur að þekkja sjálfan mig. Ég skammaðist mín fyrir hvernig ég var orðinn,“ segir Patrick. Hann sá auglýsta keppni á Bodybuilding.com sem gengur út á að missa þyngd og verða afar skorinn. Þeir keppendur sem skrá sig fá allt frítt – prógrömm og leiðbeiningar –  og sá sem nær bestum árangri vinnur 250.000 dollara.

pm3

Þannig hann hófst handa: Skipti út ruslfæðinu fyrir túnfisk, brún hrísgrjón, egg og kjúkling. Einnig borðaði hann ávexti og léttari mjólkurvörur. Meðan hann var ekki í ræktinni eða borðandi sökkti hann sér í fróðleik um heilsu og vaxtarlag. Á fimmtu viku fór hann að taka eftir breytingum á líkamanum. Þrátt fyrir að vera afar þreyttur og aumur í líkamanum hélt hann áfram.

pm3pm3

„Svo fór ég að sjá árangur. Því harðara sem ég lagði að mér því meiri árangur sá ég. Ég náði að skafa af mér á þremur mánuðum 23 kílóum og fara úr 30% líkamsfitu í 6%.“ Vann Patrick því keppnina og nældi sér meira að segja í aukaverðlaun sem voru 100.000$.

pm2

„Ég man hvað mér leið illa að taka fyrir myndirnar. Maginn á mér hékk yfir buxnastrenginn. Ég hafði verið að borða og drekka allt of mikið. Ég var mjög týndur og leið mjög illa. Núna líður mér betur en nokkru sinni fyrr. Ég náði árangri sem mig hefði aldrei grunað að ég gæti náð. Ég er þakklátur fyrir að hafa lagt svona mikið á mig. Karlmenn vilja oftast vernda fjölskylduna sína. Hafa nægilegt fjármagn til að tríta konuna einstaka sinnum. Þegar þú veist hvað þú vilt skilur þú betur hvað það er sem drífur þig áfram. Þú fórnar svefninum, neyðir sjálfan þig til að komast yfir slæma siði og freistingar….allt til að ná markmiði þínu.“

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!