KVENNABLAÐIÐ

Georg prins stal senunni á flugsýningu í dag

Litli prinsinn af Cambridge varð afar hræddur á flugsýningu í Gloucestershire í Bretlandi þar sem hávaðinn var heldur mikill fyrir einn tveggja ára!

prins2

Auglýsing

 

 

Fjölskyldan heimsótti flugsýnininguna Royal International Air Tattoo sem er stærsti viðburður sinnar tegundar í heimi. Georg tók líka smá bræðiskast þegar mamma hans, Kate, var ekki komin nógu snemma að taka hann upp og láta hann fá heyrnartól. Georg verður þriggja ára í þessum mánuði.

prins1

Eftir smástund var hann aftur orðinn hann sjálfur – þægur og forvitinn. Skoðaði litli maðurinn þyrlur og flugvélar með pabba sínum, m.a. Squirrel þyrlu og fékk hann einnig að kíkja í flugstjórnarklefann á Red Arrow Hawk.

prins3

Þetta er í fyrsta skipti sem Georg fer með foreldrum sínum á slíkan opinberan viðburð. Bíddu, bara – það verður nóg af þeim í framtíðinni litli prins!

Auglýsing

prins6

 

prins4

Mömmufang er alltaf best!
Mömmufang er alltaf best!

 

Hæ!

Takk fyrir heimsóknina á sykur.is. Okkur þætti það alls ekki leiðinlegt ef þú myndir fylgja okkur á Facebook. Við erum ekki óþolandi þar. Í alvöru!